Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 34
verið notuð um Krist, svo sem í Sólarljóðum. Rökstuðningur Matthíasar er m.a. sá að kvæð- ið sé rammíslenskt þótt ort sé í Danmörku (í Sórey). Um það vitni auðnin í því, þ.e ummælin um eilífan snjó, svo og heiti þess „Alsnjóa“.15 Því geti hjartavörðurinn ekki átt við þann sem gætir hjartardýra, sem mikið var af á Sjálandi á þessum tíma, heldur þann sem gætir mann- anna hjarta. Þetta hljómar ekki ólíklega og gæti svo sem vel staðist. En Matthías nefnir þó sjálfur nokk- uð sem hlýtur að teljast athyglisvert í sambandi við kvæðið og vekja með mönnum efasemdir.16 Það er athugasemd í bréfi Jónasar til Konráðs Gíslasonar í árslok 1843 þar sem gæti verið að finna vísbendingu um tilurð Alsnjóa. Þar segir frá dýraveiðum sem Jónas tók þátt í. Hann felldi þar þrjú dýr, líklega hjartardýr, og var ánægður með sig á eftir. Matthías viðurkennir að þessar veiðar gætu hafa haft áhrif á kvæðið, sem líklega var ort í febrúar 1844. Þá yrkir Jónas um sama leyti ljóð um hind og er þar sjálfur í hlutverki hjartarins. Þetta er hið gáskafulla kvæði Jónasar, „Efter assembléen“, sem hann yrkir á dönsku.17 Það er eitt fárra dæma um áhuga skáldsins á konum á seinustu árum þess. Þar hleypur ljóðmælandi í gegnum skóginn í leit að dægilegri hind sem hann hafði kynnst og orðið hrifinn af fyrir tilstilli Erosar, en með litlum árangri. Þetta aftrar þó ekki Matthíasi frá því að halda fast við kenningu sína um að hjartavörðurinn sé Kristur en ekki einhver skógarvörður eða jafn- vel skáldið sjálft. Hann viðurkennir þó að allar þessar skýringar eigi rétt á sér, og einnig sú að átt sé við vörð hjartans.18 Sumir ganga þó enn lengra en Matthías. Svava Jakobsdóttir er ein þeirra.19 Hún sér al- legóríu, þ.e. líkingamál, í hverju orði og túlkar kvæðið því allfrjálslega. Sem dæmi má nefna að hún leitar langt yfir skammt í Paradísarmissi séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá til að finna hliðstæða notkun orðsins hjarta. Svo virðist sem hún gangi út frá því að „hjartavörður“ Jónasar eigi við líffærið. Þar með telur hún trú- arlega skírskotun kvæðisins vera skýra. Þó er henni reyndar vel ljós margræðni ljóðsins. Það er þó túlkun hennar á þriðja erindinu sem er einna athyglisverðust. Að mínu mati er það erindi lykillinn að réttum skilningi kvæðis- ins. Erindið segir frá ást móður jarðar á okkur mönnunum. Skáldið rökstyður þessa ást í lokin með því að fullyrða að hún sýni sig, „ber það sig“, í öllu. Í lífi jafnt sem dauða, á vetrum sem á sumrum, í kulda jafnt sem hita. Kvæðið er drengurinn er fallinn og hefur tekið hans stað í þessari táknmynd.“7 Umræðan hér er að meira og minna leyti tekin orðrétt upp úr greininni frá árinu 1996. Hér er þó engin ástæða til að fjalla nánar um skrif Páls um grá- tittling Jónasar í ævisögunni frá árinu 1999. Þó vil ég taka undir með Páli um að kvæðið sýni vel kristindóm Jónasar enda þótt ég sé ekki sammála honum um að fá kvæði Jónasar geri það betur, né hvernig sá kristindómur birtist. Kvæðið sýnir að mínu mati að Jónas var frem- ur sköpunarguðfræðingur en kristfræðingur. Enda er það í samræmi við rómantíska guð- fræði þess tíma. Ég nefndi hér í upphafi að Matthías Johann- essen hafi einnig fjallað um þetta kvæði og talið það trúarlegt alveg eins og Páll. En Matth- ías túlkar það á annan hátt og telur að í því sé verið að lýsa samstöðu alls lífs, samsvörun Jónasar með lífinu í náttúrunni og að það sé þannig dæmigerð rómantísk lýsing. Matthías leggur þó áherslu á kvæðið sem augljóst dæmi um guðstrú Jónasar og afstöðu hans til „for- sjónarinnar“.8 Hann setji sig í spor Guðs með því að anda á grátittlinginn en jafnframt er hann einnig í sporum fuglsins. Þeir eigi það sameig- inlegt að mega ei losast nema á þá sé andað hlýju. Þessi síðastnefnda túlkun er að sjálf- sögðu góð og gild. Niðurstaða Eins og fram hefur komið þá er túlkun mín á þessu kvæði Jónasar sú, að það fjalli fyrst og fremst um heimþrá skáldsins og ættjarðarást. Rökstuðningurinn hefur þegar komið fram en það sem einnig styður túlkun mína er sú stað- reynd að Ísland sótti á hug skáldsins alla tíð. Jónas ferðaðist um landið allt á árunum 1839–1842 og skrifaði um rannsóknir sínar á náttúru þess. Eftir að hann kom aftur til Kaup- mannahafnar vann hann við að skrifa Íslands- lýsingu en tókst ekki að koma því verki frá sér. Þá voru trúarskoðanir hans mjög hefðbundnar, a.m.k. lengi vel, og fylgdi hann kennisetningum kirkjunnar í flestu. Vegna áhuga hans á náttúr- unni og menntunar á sviði náttúrufræði beind- ist trúaráhugi hans að sköpuninni. Hann lofaði Guð sem föður, sem skapara alls sem er. Þetta gætu einnig verið áhrif frá föðurmissinum. Guð hafi komið honum í föður stað.9 Allt þetta er ef- laust ástæða þess að Kristur er ekki fyrirferðar- mikill í kveðskap Jónasar.10 Alsnjóa Annað dæmi sem bókmenntafræðingarnir hafa oftúlkað er kvæðið Alsnjóa, sérstaklega miðer- indið. Kvæðið er þannig:11 Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur út og austur, einstaklingur! vertu nú hraustur. Dauðinn er hreinn og hvítur er snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir! annt um oss; aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda´ og hita. Þetta kvæði hafa menn einnig viljað túlka trúar- lega. Vel gæti verið að hér gæti áhrifa frá Matthíasi Johannessen. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í bók sinni um Jónas að hann sé „að upplagi og eðlislægri ástríðu mesta trúar- skáld Íslendinga.“ Guðstrúin sé honum í blóð borin. Matthías talar ennfremur um inngróna dulhyggju Jónasar og um eðlislæga og upp- runalega trúhneigð.12 Hann ítrekar þessa skoð- un sína annars staðar og segir þar að Jónas hafi verið „í eðli sínu og upplagi mesta trúarskáld sem Ísland hefur alið“ þó svo að trúarkveð- skapur hans hafi verið áreynslulítill. Guðstrúin hafi verið honum eðlislæg og „nátengd náðar- gáfunni sjálfri“.13 Sem dæmi um þetta nefnir Matthías kvæðið Alsnjóa sem hann telur sýna áhrif frá Mynster og tekur sem dæmi hugtakið „hjartavörðinn“. Þannig hefur hugtakið „hjartavörður“ orðið tilefni vangaveltna. Auk þess er lýsingin á dauð- anum einkennileg í kvæðinu, svo og upphaf þess um eilífan snjó („Eilífur snjór í augu mín / út og suður og vestur skín“). Kvæðið virðist í fljótu bragði vera rímleikur. Einn Fjölnismanna, Brynjólfur Pétursson, var tregur til að birta það í Fjölni og segist í bréfi til Jónasar ekki skilja miðerindið, þetta með hjartavörðinn, vegna þess hve það sé kátlegt, sérstaklega lok þess. Kvæðið var því ekki birt í Fjölni, enda gaf Jónas aldrei skýringu á merkingu þess. Ekki eru nú allir á því að kvæðið sé kátlegt. Einn þeirra er Matthías Johannessen. Hann tel- ur líklegt að með notkun Jónasar á orðinu „hjartavörður“ birtist trú hans á hjálpræði Krists sem býr manninn undir dauðann.14 Hann viður- kennir þó að þetta sé aðeins tilgáta sem aldrei verði sönnuð en bendir á að hjartarmyndin hafi 32 Grátittlingurinn Jónas Hall 18.10.2002 14:17 Page 34

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.