Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 36
sem kveðin voru um hann er hvergi minnst á Guð. Hvorki Grímur Thomsen né Benedikt Gröndal nefna syrgjendum til huggunar að dauðinn flytji „boðskap hins eilífa“, eins og Jónas gerir sjálfur í erfiljóðum sínum.38 Það er eins og skáldin boði sömu tómhyggjuna og Jónas hefur eftir Feuerbach: „Ekkert að end- ing, / eilífur dauði“. Það eru aðeins Fjölnismenn sem minna á guðstrú listaskáldsins góða, í erfi- kvæði þeirra um það, og á vonina sem í henni felst: „Gott er þér, vinur! guðs í dýrð að vakna; / . . . / vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.“39 Dauði Jónasar Hallgrímssonar markar tímamót í kristnisögu Íslands. Í stað bjargfastrar trúar á tilvist Guðs og leiðsögn koma vaxandi efa- semdir um tilvist æðri máttar. Í stað trúarfull- vissu rómantísku skáldanna kemur raunsæi með aukinni efahyggju og gagnrýni á hinar hefðbundnu stofnanir samfélagsins. Staða kirkjunnar í samfélaginu veikist sem og áhrif guðfræðinnar innan háskólanna. Á fyrri hluta nítjándu aldar voru flestir háskólanemar í Kaup- mannahöfn guðfræðingar en þegar á sjöunda áratug aldarinnar voru þeir komnir í minni- hluta.40 Nýjar fræðigreinar urðu til og kepptu um þann sess sem guðfræðin hafði. Blómatíð kirkju og kristni var brátt lokið og kreppa sú sem einkennir stöðu kristinnar trúar í dag að halda innreið sína. Menningin, sem áður hafði verið kristin, varð sífellt veraldlegri. Þetta gerð- ist á nokkum áratugum. Undir lok nítjándu ald- ar voru áhrif kristninnar á menninguna orðin hverfandi. Þetta gerðist reyndar hægar á Íslandi en í Danmörku en tilhneigingin var hin sama. Það var einkum í eilífðarmálunum sem kristnar trú- arhugmyndir héldu velli – og halda enn. Það sýnir hinn mikli áhugi þjóðarinnar á andatrú alls konar og á útförum. Kirkjur landsins fyllast þeg- ar kunningjarnir kveðja. Minningargreinar Morgunblaðins vekja undrun útlendinga og eru taldar hluti af sérkennum Íslands. Enda hefur blaðið verið kallað „Death Magazin“.41 Þá eru dánarfréttir og jarðarfaratilkynningar Ríkisút- varpsins, Rásar eitt, sér á parti. Ég leyfi mér að fullyrða að hér megi merkja áhrifa rómantísku skáldanna, Bjarna Thoraren- sen og Jónasar Hallgrímssonar. Trúararfur þeirra lifir ekki síst í erfiljóðahefðinni: „. . . vér lifum / svo lærum að deyja.“42 Mikill áhugi ríkir nú um stundir á rómantísku stefnunni, ekki að- eins hér á landi heldur einnig erlendis. Allt bendir til þess að þessi aukni áhugi eigi eftir að koma kirkju og kristni til góða, jafnt trúarlega sem menningarlega. Jónas hið þekkta leiðarljóð til Jóns Sigurðsson- ar forseta og flytur það í kveðjusamsæti 29. apríl 1845. Í maímánuði voru tíðir fundir meðal Íslendinga í Höfn um bænarskrár til fyrsta fund- ar hins nýendurvakta Alþingis sem átti að fara fram þá um sumarið. Hafði verið kosið til þriggja nefnda þá fyrr um veturinn til að undir- búa mál til Alþingis og var Jónas kosinn í allar nefndirnar.33 Síðasti fundurinn sem Jónas sótti var haldinn 19. maí, rúmum sólarhring áður en hann hrasaði í stigaganginum heima hjá sér og fótbrotnaði með þekktum afleiðingum. Kjartan dregur saman umfjöllun sína um þátttöku Jónasar í félagsstarfi í Höfn með því að fullyrða að hann hafi verið „ótrúlega virkur og áhugasamur“.34 Hann hafi einnig notið mik- ils trausts meðal landa sinna. Þetta telur Kjart- an sýna að fullyrðingar manna um mikla óreglu Jónasar hin síðari ár, standist tæplega. Kjartan rekur atburðarásina eftir síðasta fundinn um málefni Alþingis þannig að daginn eftir, 20. maí, lætur hann Jónas vera önnum kafinn við að safna undirskriftum landa sinna við bænar- skrárnar sem nú var búið að ganga frá. Hann kemur seint heim, komið er fram á nótt, hrasar í stiganum og fótbrýtur sig. Sex dögum síðar er Jónas allur. Reyndar koma menn sér ekki saman um dauðamein Jónasar. Því er lýst í sjúkraskýrslu spítalans sem drepi í fæti.35 En þar er einnig margt sagt sem bent gæti til þess að viðnáms- kraftur líkamans hafi verið lítill. Sjúklingurinn var haldinn „delirium tremens“, þ.e. áfengiseitrun þegar hann var lagður inn. Þá kom fram við krufningu að hann var með langt gengna og víð- tæka lungnabólgu. Hafði hún brotist inn í brjóst- holið sem var hálffullt af greftri. Þá var lifrin gul- leit eins og á drykkjumanni. Þó gæti það hafa stafað af næringarskorti, því ekki var vart við skorpulifur. Í krufningarskýrslunni var ekkert minnst á drep. Það kemur Þorgeiri Þorgeirssyni lækni til að skrifa grein og fullyrða að Jónas hafi dáið úr lungnabólgu, en ekki úr blóðeitrun.36 Páll Valsson rekur þessa umfjöllun Þorgeirs og tekur undir hana að mestu. Hann bætir þó við að slæmt beinbrot gæti leitt til dauða því dæmi séu um að óhreinindi úr slíku sári hafi komist inn í æðakerfið og borist upp í lungu.37 Páll fullyrðir því að slæmt líkamlegt (og and- legt?) ástand Jónasar hafi gert það að verkum hve skjótt lungnabólgan vann á honum. Hér er Páll óeðlilega fljótur á sér. Frásögn Kjartans Ólafssonar er honum kunn. Hún sýnir að Jónas var í góðu formi síðustu fjörutíu daga ævi sinnar. Þó getur tilgátan um óhreinindin átt rétt á sér. Svipað beinbrot gekk næstum af lungnagóðri íþróttakonu dauðri fyrir nokkrum árum og hafa læknavísindin án efa bjargað henni. Slíkum vísindum var ekki fyrir að fara á tímum Jónasar. Má því ekki með sanni segja að með hinum sára og ótímabæra dauða Jónasar hafi þjóðin ekki aðeins misst skáld gott, heldur og mann með mikinn pólitískan metnað, mann sem taldi sig hafa margt að segja og gera fyrir þjóð sína, kannski aldrei meira en einmitt þá? Mann í fullu fjöri þrátt fyrir bringsmalaskottu í svartasta skammdeginu? Niðurlag Um trúarskoðanir Jónasar þessi síðustu miss- eri lífs hans er erfitt að segja neitt. Þrátt fyrir vaxandi efasemdir eins og fram koma í kvæð- inu „Ljós er upphaf alls“, sem er frjálsleg end- ursögn á ljóði eftir guðleysingjann L. Feuer- bach, en hann hafði mikil áhrif á Karl Marx og gagnrýni hans á trúarbrögðin (ópíum fyrir fólk- ið), þá má telja líklegt að Jónas hafi enn verið þeirrar skoðunar að „á sælum sanni er enginn vafi“ eins og hann yrkir síðasta ár lífs síns. Jónas lifði þó mikla breytingatíma undir lok- in. Rómantískar trúarskoðanir voru að láta und- an síga og efahyggja að ryðja sér til rúms. At- hyglisvert er að í tveimur erfiljóðum af þremur 32 Grátittlingurinn Jónas Hall 18.10.2002 14:17 Page 36

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.