Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 39
Með þessu veitir hún dauðanum viðnám.
Fyrsta bók hennar eftir landflóttann heitir Í bú-
stöðum dauðans, In den Wohnungen des
Todes, og kom út 1947 í Austur-Berlín. Bókin
er tileinkuð „mínum látnu bræðrum og systr-
um“, það er gyðingunum sem létu lífið í
gasklefunum. Þessi glæpur verður meginvið-
fangsefni skáldkonunnar, glæpurinn sem svipti
fólkið í senn lífinu og hinum eðlilega líknsama
dauða.
Árið 1950 andaðist móðir Nellyjar og varð
það henni mikill missir, svo nánar sem þær
mæðgur voru; nú stóð hún alein og átti ekkert
nema skáldskapinn að lifa fyrir. Hún heldur
áfram að yrkja, semja ljóð og leikverk. Á næstu
árum kemur hver bókin af annarri. Flestar koma
þær út í Austur-Þýskalandi sem tafði fyrir því að
henni væri gefinn fullur gaumur vestan tjalds-
ins. Það var ekki fyrr en 1957 að bókmennta-
menn í Sambandslýðveldinu uppgötvuðu hana.
Eftir það vex skáldfrægð hennar í Þýskalandi,
henni er boðið þangað árið 1960 og ýmiss kon-
ar sómi sýndur.
Eftir að frægðarsól skáldkonunnar reis í ætt-
landi hennar og víðar í álfunni brustu andlegir
kraftar hennar. Hin innri spenna sem hún bjó
yfir varð óbærileg, og Nelly Sachs varð að leggj-
ast inn á geðsjúkrahús. Þar dvaldist hún árum
saman. Þetta var hennar mikla eldraun. En hún
missti ekki vitið, skáldskapurinn varð henni enn
til bjargar. – Rúmlega sjötug, 1962, hóf hún að
yrkja fyrrnefndan ljóðaflokk, Glóandi gátur,
„Glühende Rätsel“, og byggir hann að nokkru
á reynslu sinni af geðsjúkrahúsinu.
Nelly Sachs losnaði um síðir af hælinu og gat
enn tekið við heiðursviðurkenningum fyrir
skáldskap sinn. Hún var sæmd friðarverðlaun-
um þýskra bókaútgefenda 1965 og árið eftir
hlaut hún Nóbelsverðlaunin. En eftir það bresta
kraftar hennar endanlega og hún verður að
leggjast aftur á sjúkrahúsið. Síðustu ljóðaflokk-
ar hennar eru afar knappir og torræðir: Ráðgát-
ur, lyklar að lausnum, draumsýnir, martraðir.
Dauðinn hafði löngum verið henni áleitið um-
hugsunar- og yrkisefni. Nú bað hún þess að
hann yrði henni ekki lengur „aðeins stjúpfaðir“.
– Nelly Sachs lést í Stokkhólmi 12. maí 1970, á
sjötugasta og níunda aldursári.
Íslendingar höfðu ekki teljandi kynni af skáld-
skap eftir Nelly Sachs fyrr en eftir að hún fékk
Nóbelsverðlaunin. Nokkurn veginn á sama tíma
og þýðingar Jóhannesar úr Kötlum komu fram
birti Sigríður Einars frá Munaðarnesi ljóð eftir
hana, tvær þýðingar í bók sinni Laufþytur,
1970, og aðrar tvær í Í svölu rjóðri, 1971. Fleiri
munu ekki hafa þýtt ljóð eftir Nelly Sachs á ís-
lensku.
Jóhannes úr Kötlum tók eftir stríð að endur-
nýja ljóðform sitt og þáttur í því voru þýðingar
hans á módernískum skáldskap í bókinni Ann-
arlegar tungur 1948 undir nafninu Anonymus,
eins og frumort ljóð hans í tímaritum á þessum
árum. Eftir það birtust örfáar þýðingar eftir Jó-
hannes, mér er raunar aðeins kunnugt um eitt
ljóð, Eufori eftir sænska módernistann Gunnar
Ekelöf, í Eimreiðinni 1966, – og svo ljóðin eftir
Nelly Sachs. Hér á eftir fara þýðingar Jóhann-
esar á fimm ljóðum skáldkonunnar.
erlöf og sendi henni nú eintak af bókinni.
Selma hreifst af sögunni, ritaði Nelly Sachs
þakkarbréf og hófst upp úr því bréfasamband
þeirra sem átti eftir að verða yngri skáldkon-
unni örlagaríkt.
Árin liðu. Nelly Sachs orti en fylgdi að mestu
leyti viðtekinni hefð. Hún samdi líka leikrit og
þætti fyrir brúðuleikhús. Árið 1933 lést faðir
hennar og bjuggu þær mæðgur upp frá því tvær
saman. Nasistar komust til valda og æ meir var
þrengt að gyðingum í Þýskalandi, ofsóknirnar
hefjast. Nelly er nú orðin þekkt af skáldskap í
blöðum og tímaritum og eftir því sem á líður
óttast hún meira um sinn hag. Stríðið hefst og
Nelly og móðir hennar ákveða að flýja land.
Selma Lagerlöf var enn á lífi og til hennar leitar
Nelly um aðstoð til að komast til Svíþjóðar.
Fleiri málsmetandi Svíar blandast í málið, þar á
meðal Eugen prins, og í maí 1940 komast
mæðgurnar loks til Stokkhólms. Ferðinni var
raunar heitið lengra, til Bandaríkjanna, en það
leyfði fjárhagurinn ekki og þær setjast að í
Stokkhólmi.
Nelly Sachs lærði sænsku á miðjum aldri og
vann fyrir sér í Svíþjóð með ritstörfum og þýð-
ingum. En jafnframt tekur hún að vinna að
ljóðagerð með markvissari hætti en fyrr. Sú
sára reynsla sem kynflokkur hennar hafði mátt
þola varð sjálfsagt og óumflýjanlegt viðfangs-
efni hennar. Nú vissi allur heimurinn hvernig
nasistar reyndu að afmá gyðinga. Það varð hlut-
skipti Nellyjar Sachs að lýsa því í skáldlegum
myndum. Jafnframt varð þetta hennar eigin
leið til að lifa af með öllum þeim minningum frá
stríðinu sem hvíldu á sál hennar eins og mara.
bls. 39
38 Ljóðaþýðingar Jóhannesar 22.10.2002 10:10 Page 39