Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 40
Framan af sumri Framan af sumri þegar máninn sendir út leynitákn og liljubikararnir flæða um anganhvolfið opnast margt eyrað við engisprettutíst til að hlusta á hringsól jarðarinnar og mál hinna frelsuðu anda. En í draumunum fljúga fiskarnir í loftinu og skógur festir rætur í stofugólfinu en í miðjum klíðum töfranna mælir tær og undrandi rödd: Veröld! Hvernig geturðu haldið áfram loddaraleik þínum og dregið tímann á tálar. Veröld! Eins og flögrandi fiðrildum hefur litlu börnunum verið varpað í logana. Og jörð þinni hefur ekki verið fleygt eins og rotnuðu epli í skelfingu lostin undirdjúpin. Og Sól og Máni hafa haldið áfram lystigöngu sinni, tvö rangeygð vitni sem ekkert hafa séð. Landslag kveinstafa Á nóttunni þegar Hel tekur að spretta saumum slítur landslag kveinstafa svarta fyrirbandið frá. Yfir Móría, bjargi upphafningarinnar til Guðs, sveiflar fáni fórnarsveðjunnar, grátbæn ástmagar Abrahams, varðveittri enn í voldugu eyra ritningarinnar og myndletur ópsins rist á hurð dauðadyranna. Sárakristallar úr þverbrotnum barkaflautum. Ó, ó, hendur fingraðar harmkvælajurtinni, kaffærðar í æðisskekin föx fórnarblóðs. Óp innsigluð fiskkjálkatætildum. Angistarteinungur minnstu barnanna og andkafa slóði gamalmenna sprengd inn í sviðnuð bládjúpin með logasveipum. Klefar fanganna hinna heilögu dúklagðir martraðarmynstri kverkanna, sóttvíti í hundakofa brjálæðisins úr fjötruðum tilhlaupum. Þetta er landslag kveinstafa, himnaför kveinstafa upp úr rifgirðingum líkamans. Oddaflug kveinstafa, leist úr viðjum blóðugra örvamæla. Eldstormakvein Jobs og launungarópið í Olíufjallinu líkt skordýri í kristalnum yfirbuguðu af vanmætti. Ó, rýtingur kveldroðans, fleygaður í strjúpana þar sem blóðþyrstum svefntrjám skýtur upp úr moldinni. Þar sem tíminn hrynur af beinahrönglinu í Magdanet og Hiroshima. Óp þrumunnar úr blindpíndu spámannsauga. Ó, þú blæðandi auga í sundurtættum sólmyrkvanum hengt upp til guðsþerris í alheiminum. Jóhannes úr Kötlum þýddi Nelly Sachs Fimm ljóð 38 Ljóðaþýðingar Jóhannesar 22.10.2002 10:10 Page 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.