Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 42
Eðli illskunnar Morðingjar Agöthu Christie Ármann Jakobsson „Ég er hrædd um að ég hneigist alltaf til að trúa því versta. Það er ekki fallegur eiginleiki. En mjög oft reyn- ist það rétt eins og málin sanna“ Jane Marple.1 Óhugnaður fjarri? Sakamálasögur Agöthu Christie eru svo ein- faldar að þær virðast nánast vera barna- og unglingabækur. En aðeins á yfirborðinu.2 Önnur ástæða þess að þær eru boðlegar börnum er að í þeim er ekki mikið ofbeldi, myrkur, blóð og viðbjóður heldur fer meira fyrir friðsamlegu spjalli yfir tebollum í vel lýstum stofum. En þá er aðeins hálf sagan sögð. Þegar kafað er und- ir yfirborðið eru morð alltaf ofbeldisverk. Óhugnaður í sögum Agöthu Christie felst ekki í að gera fólki bilt við. Hann krefst nákvæmari lesturs og umhugsunar. Morðingjarnir eru ekki stórvaxnir, öróttir og þrælvopnaðir eða eiga heima í undirheimum, heldur gætu þeir þess vegna verið vinirnir og grannarnir. Sem er hálfu verra. Því að ef morðingjarnir eru ekki öðruvísi eru þeir eins og við. Hver sem er getur verið morðingi. Eða eins og ungfrú Marple orðar það einu sinni: „Murders . . . can happen anywhere. And do.“ (Morð . . . geta átt sér stað hvar sem er. Og gera það.) 3 Stundum er litið á bækur Agöthu Christie sem eins konar ævintýri þar sem gáturnar leys- ast alltaf, hinum ranglátu er refsað og allir lifa síðan sælir til æviloka. Þetta má allt til sanns vegar færa. Hins vegar eru persónulýsingar í sögum Agöthu Christie alltaf trúverðugar og sálfræðilega réttar. Þær rista ekki alltaf djúpt. Persónurnar eru oft manngerðir eða týpur. Það þarf ekki að vera til baga heldur eykur jafnvel gildi bókanna sem dæmisagna. Einfaldar og skýrar persónur gefa höfundi færi á að takast á við mannlífið og samskipti manna. Og Agatha Christie var afar næm á mannlega náttúru og sálfræðin ekki verri en svo að sjálfur Sigmund Freud var í hópi aðdáenda hennar. Hættuleg einsýni Í sögu eftir Agöthu Christie er lausnar gátunnar ýmist að leita hjá fórnarlambinu eða morðingj- anum og í flestum tilvikum eru þessar persón- ur áhugaverðastar. Í skiptum þeirra má líka oft- ast finna áköfustu tilfinningarnar þó að ástæður glæpanna í sögum Agöthu Christie séu sjaldn- ast heitar ástríður heldur einfaldlega fégræðgi. Ekki eru þó allir morðingjar knúnir áfram af grægði, til að mynda ekki Jacqueline de Bell- efort í Death on the Nile (1937): „She herself had not coveted Linnet Ridgeway’s money, but she had loved Simon Doyle, had loved him beyond reason and beyond rectitude and beyond pity“ (247) (Hún hafði ekki ágirnst peninga Linnetar Ridgeway en hún hafði elskað Símon Doyle og ástin var yfirsterkari skynsemi, heiðar- leika og samúð.) 4 Hercule Poirot hefur meiri samúð með henni en flestum morðingjum en af orðum hans má þó glöggt ráða að kona sem elskar svona heitt er stórhættuleg umhverfi sínu. Morðingjarnir eru allajafna áhugaverðari en fórnarlömbin, eru lengur á sviðinu og síðast en ekki síst eru það þeir sem heyja einvígi við rannsakandann og þurfa þá oft að beita tals- verðum klókindum og slægð. Þess vegna þurfa þeir að vera verðugir andstæðingar, allt að því jafningjar þess sem rannsakar glæpinn. Agöthu Christie tekst raunar lengi vel að gabba lesend- ur sína til að halda að morðin í bókinni The ABC Murders (1936) séu framin af geðsjúklingi. En í sögulok reynist um hefðbundinn auðgunar- glæp að ræða. Lesendum er vitaskuld létt. Í þessum leik er nefnilega ómark ef morðinginn er „minni máttar“. Það fellur ekki að ævin- týraformgerðinni. Ekki eru þó allir morðingjar Agöthu Christie gáfaðir í hefðbundnum skilningi. Einn klókasti morðinginn í glæpasögum hennar er fremur heimsk kona, Gerda Christow. Með einföldum hætti tekst henni að leika bæði á lögregluna og sjálfan Hercule Poirot um hríð, að vísu dyggi- lega studd af heimafólki og gestum sveitaset- ursins The Hollow, sem bókin dregur nafn sitt af (1946). Aðferðin er einföld og margnotuð af morðingjum Agöthu Christie, allt frá fyrstu bók hennar, The Mysterious Affair at Styles (1920). Reynt er að leiða gruninn að hinum seka en að gefnum ákveðnum forsendum sem síðan reyn- ast hrynja. Þá verða rannsakendur fórnarlömb eigin nauðhyggju og gleyma að þó að fyrri for- sendur hafi reynst rangar gæti hinn grunaði samt sem áður verið sekur. Þó að Agatha Christie sé alla jafna dómhörð í garð glæpamanna hefur hún nokkra samúð með frú Christow sem er einn fárra ástríðu- glæpamanna í sögum hennar. „Gerda loved John terribly, but she didn’t want to love him for what he was. She built up a pedestal for him and attributed every splendid and noble and unselfish character- istic to him. And if you cast down an idol, there’s nothing left.“ (185) (Gerða elskaði John út af lífinu, en hún vildi ekki elska hann eins og hann var. Hún lyfti honum á stall og gæddi hann öllum þeim fá- gætu, og göfugu og óeigingjörnu eðlisþátt- um sem hún þekkti. Og ef goði er hrundið af stalli, þá er ekkert eftir.) 5 Saga frú Christow sýnir þó fyrst og fremst að það borgar sig stundum að vera einfaldur og um leið erum við minnt á að vantreysta ber for- 42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.