Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 45
[. . . ] I hate being involved“ (36–37) (sem vill einfalt líf [. . . ] mér líkar illa að láta blanda mér í mál).12 Bæði í dagbókum sínum og þar sem hann kemur fram í frásögn annarra tekst hon- um að slá svo á tortryggni lesenda að hann verður smám saman sá seinasti sem þeir gruna um græsku. Jafnvel þegar Anne loksins skilur hvað dylst á bak við afvopnandi sjarma hans og hreinskiptni á hún erfitt með að trúa því: „. . . Neither of those two have half the brains that I have. I’m such an easy person to underestimate.“ I think he was right about that. Although I knew well enough the kind of man he was and must be, I could not bring myself to realize it. He had tried to kill me on more than one occasion, he had actually killed another woman, and he was responsible for endless other deeds of which I knew not- hing, and yet I was quite unable to bring myself into the frame of mind for appreciat- ing his deeds as they deserved. I could not think of him as other than our amusing, geni- al travelling companion. I could not even feel frightened of him . . . (172) („. . . Hvorugur þeirra hefur hálfa greind á við mig. Það er svo auðvelt að vanmeta mig.“ Ég held að hann hafi haft á réttu að standa þar. Þó að ég vissi mætavel hvers konar maður hann var og hlaut að vera gat ég ekki látið mér finnast það. Hann hafði reynt að myrða mig oftar en einu sinni, hafði myrt aðra konu, og var ábyrgur fyrir óteljandi ill- virkjum öðrum sem ég vissi ekkert um, og þó gat ég ekki fengið mig til að hugsa um hann eins og hann átti skilið. Ég gat ekki hugsað um hann nema sem skemmtilegan og hressan ferðafélaga. Ég gat ekki einu sinni verið hrædd við hann . . . )13 Sir Eustace Pedler minnir Anne á erkiþrjótinn sjarmerandi Long John Silver úr Gulleyju Ro- bert Lewis Stevensons og er eflaust byggður á honum að hluta, auk þess sem hann mun vera eina persóna Agöthu Christie sem á sér rót í kunningja hennar.14 Stevenson gat ekki hugsað sér að skilja Long John Silver eftir í klóm rétt- vísinnar og eins lætur Agatha Sir Eustace kom- ast undan, fellur eins og aðrir fyrir sjarma eigin glæpamanns. Það er fátítt að hún sé svo veik fyrir eigin morðingjum. Morðingjar Agöthu Christie eru gjarnan sá seinasti sem lesendur grunar og þar beitir hún stundum sama bragði og í tilviki frú Badcock. Athyglin er látin beinast að því fólki sem oftast er talið merkilegast í samfélaginu en við lítum framhjá þeim sem máli skipta. Þegar lávarður- inn og lafðin af setrinu eru nærri tökum við ekki eftir lækninum eða húshjálpinni. Við erum ekki heldur tilbúin til að trúa því að börn geti framið glæpi og helst ekki gamalt fólk. Í ævintýrum og öðrum einföldum frásögnum er yfirleitt vitur hjálparmaður og hann getur ekki verið and- stæðingurinn (morðinginn). Eða hvað? Tupp- ence setur einmitt Sir James Peel Edgerton í það hlutverk í The Secret Adversary og trúir honum fyrir flestu sem máli skiptir og þau vita. Í svipuðu hlutverki er Honoria Waynflete í Murder is Easy (1939). Þar beinast allar grun- semdir rannsakenda að hinum háværa geðofsa- manni Easterfield lávarði sem er sannfærður um að öllum sem snúast gegn honum hegnist fyrir. Það er ekki fyrr en nálægt sögulokum að ungfrú Waynflete sýnir rétt andlit sitt eða öllu heldur hlátur: „And then Miss Waynflete laughed. It was a horrible laugh, soft and musical and ladylike and quite inhuman“ (204) (Þá hló Honoria Waynflete. Það var hryllilegur hlátur: mjúkur, klingjandi frúarhlátur og fullkomlega ómennskur)15 Lesendur eru ófúsir að sjá gamla gráhærða hefðarkonu fyrir sér sem morðingja og þar að auki hefur ungfrú Waynflete fyrst og fremst komið við sögu sem konan á bókasafninu sem býr í litlu húsi sem líkist dúkkuhúsi. Fráleitt virð- ist að hún tengist morðunum sem framin hafa verið í Wychwood og því er eðlilegt að hún verði trúnaðarmaður rannsakendanna. En útlit og fas hennar eru blekking ein. Hún virðist mun eldri en Easterfield lávarður en er í raun álíka gömul, var trúlofuð honum en missti bæði kærastann og nánast allar eignir sínar og hefur dreymt um hefnd í mörg ár. Hefndin er jafn fáguð og í Towards Zero: Hringurinn er látinn þrengjast um Easterfield lávarð og ungfrú Wa- ynflete ætlar þar að auki að tryggja að hann verði álitinn sinnisveikur og lokaður inni á geð- sjúkrahúsi. Þess vegna hefur hún myrt alla sem hefur sinnast við lávarðinn. Raunar er Easterfi- bls. 45Ármann Jakobsson: Eðli illskunnar Það var hryllilegur hlátur: mjúkur, klingjandi frúarhlátur og fullkomlega ómennskur 42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 45

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.