Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 47
Kannski er Agatha Christie aftur að lýsa fyrri ástinni í lífi sínu, af meiri alvöru og minni beiskju í þetta sinn. Dásamlegur dauði Þó að David Hunter sé stórhættulegur fyrir samfélagið á friðartímum er honum ekki alls varnað. Hjá Agöthu Christie eru morðingjar ekki alltaf vont fólk þó að þeir séu alltaf stórhættu- legir og verðskuldi refsingu fyrir brot sín. Lynn líkar ekki beinlínis illa við David þó að hún finni annan mann í lokin enda vildi David henni aldrei neitt illt; þvert á móti framdi hann morðið að hluta hennar vegna. Jafnvel þó að sir Eustace Pedler hafi reynt að drepa Anne Beddingfeld, söguhetju The Man in the Brown Suit, lítur hún á þau sem vini í sögulok og á erfitt með að skýra fyrir sjálfri sér hvers vegna hann reyndi að ráða henni bana. Hún skýrir það að lokum með hræðslu: Sir Eustace’s whole life was actuated by a desire to be safe and comfortable. He had an acute sense of self-preservation. And the murder of Nadina removed certain inhi- bitions. His actions did not represent the state of his feeling towards me, but were the result of his acute fears for his own safety. (189) Allt líf Sir Eustace stjórnaðist af þrá eftir ör- yggi og þægindum. Honum fannst hann þurfa að vernda sig og með morði Nadínu hurfu ákveðnar hömlur. Það sem hann gerði sýnir ekki tilfinningar hans gagnvart mér, heldur var það vegna ákafrar hræðslu um eigið öryggi.)23 Samt fyrirgefur Anne Sir Eustace. Ekki þarf þó að vera að hún sé í þessu málpípa höfundar. Þó að morðingjar fremji glæpi sína ekki endilega vegna óvildar í garð fórnarlambsins gerir það gjörðir þeirra ekki endilega betri. A Murder is Announced (1950) er önnur af eftirstríðssögum Agöthu Christie en í þeirri sögu, Taken at the Flood, Mrs McGinty’s Dead (1952) og After the Funeral (1953), rís hún hæst sem raunsæishöfundur og samfélagsrýn- ir. Í sögunni kynnumst við ungfrú Blacklock, viðkunnanlegri konu sem lesandinn á auðvelt með að samsama sig, ekki síst þar sem okkur er sagt í upphafi að hún hafi tekið til sín bláfá- tæka skólasystur sína, hina einföldu Doru Bunner. Það sem ekki kemur fram er að þær eru samsærismenn í blekkingarvef. Ungfrú Blacklock, sem gegnir nafninu Letitia en er í raun Charlotte systir hennar, hyggst næla sér í arf sem þær systur hugðust eyða saman áður en svo illa vildi til að systirin dó og missti af arf- inum. Þetta hljómar fremur eins og smávægilegt bókhaldssvindl en stórglæpur. Glæpir vinda hins vegar ósjaldan upp á sig. Áður en varir er ungfrú Blacklock búin að fremja þrjú morð og það fjórða er í vændum. Samt lýsir ungfrú Marple henni sem vænni konu: „. . . She was actually a kindly affectionate creature.“ „That’s an odd description of a murderess,“ said Edmund. „I don’t know that it is,“ said Miss Marple. „Weak and kindly people are often very treacherous. And if they’ve got a grudge against life it saps the little moral strength that they may possess. „Letitia Blacklock, of course, had quite a different personality. [. . . ] She was a woman of great integrity who found – as she put it herself – a great difficulty in understanding how people couldn’t see what was disho- nest. Letitia Blacklock, however tempted, would never have contemplated any kind of fraud for a moment. (249–50). („. . . Hún var raunar góð og elskuleg mann- eskja.“ „Það er einkennileg lýsing á morðingja,“ sagði Edmund. „Það er ég ekki svo viss um,“ sagði fröken Marple. „Veiklynt og góðlynt fólk er oft mjög svikult. Og hafi lífið reynst því erfitt hefur það oft þau áhrif að siðferðisstyrkur þess dvínar. Að sjálfsögðu var Letitia Blacklock allt önnur manngerð. [. . . ] Hún var mjög heiðarleg kona sem átti – eins og hún sagði sjálf – mjög erfitt með að skilja ef fólk sá ekki að eitthvað var óheiðarlegt. Letitia Blacklock hefði aldrei nokkru sinni látið sér til hugar koma að blekkja nokkurn mann, þó svo freistingin hefði verið mikil).24 Ungfrú Marple kemur hér að lykilatriði í hug- myndum Agöthu Christie um eðli illskunnar. Morðingjar eru ekki grimmari en annað fólk en skortir siðferðisvitund. Ungfrú Blacklock er góðviljuð en veiklunduð kona og það verður henni að falli, eins og fram kemur í samræðum ungfrú Marple og prestsins í þorpinu: „. . . One forgets how human murderers are.“ „I know,“ said Miss Marple. „Human. And often very much to be pitied. But very dan- gerous, too. Especially a weak, kindly murderer like Charlotte Blacklock. Because, once a weak person gets really frightened, they get quite savage with terror and they’ve no self-control at all.“ (261–62) („. . . Maður gleymir því hve mannlegir morð- ingjar eru.“ „Ég veit það,“ sagði fröken Marple. „Mann- legir. Og oft mjög brjóstumkennanlegir. En einnig mjög hættulegir. Ekki síst veiklyndir, góðgjarnir morðingjar eins og Charlotte Blacklock. Því ef veiklyndur maður verður verulega hræddur verður hann oft viti sínu fjær af skelfingu og missir alla stjórn á sér.“)25 Í stuttu máli sagt er meiri ástæða til að óttast þá veiku en hina sterku, ef þeir láta spillast. Ung- frú Marple er ekki illa við ungfrú Blacklock en hún hlífir henni samt ekki. Því að á bak við öll morðin liggur ágirnd og heift í garð tilverunnar: She was quite a kindly woman. What she said at last in the kitchen was quite true. ‘I didn’t want to kill anybody.’ What she wanted was a great deal of money that didn’t belong to her! And before that desire – (and it had become a kind of obsession – the money was to pay her back for all the suffering life had inflicted on her) – everyt- hing else went to the wall. People with a grudge against the world are always danger- ous. They seem to think life owes them something. (264) (Hún var í rauninni brjóstgóð kona. Það sem hún sagði þarna í eldhúsinu að lokum var al- veg satt. „Mig langaði ekki að myrða neinn.“ Hana langaði einungis í mikil auðæfi sem til- heyrðu henni ekki með réttu! Og fyrir þeirri löngun – (og hún var orðin eins konar árátta – peningarnir áttu að bæta henni allar þær þjáningar sem lífið hafði fært henni) – varð allt annað að víkja. Þeir eru ætíð hættulegir sem finnst lífið hafa leikið sig grátt. Þeim finnst lífið eiga þeim skuld að gjalda.)26 Seinustu morð ungfrú Blacklock eru framin í hálfgerðu æði. Blíð og góð kona um sextugt er orðin stórhættulegt meindýr vegna skorts á siðferðisstyrk. Samt er óhugnanlegasta morðið í sögunni þegar ungfrú Blacklock myrðir ungfrú bls. 47Ármann Jakobsson: Eðli illskunnar 42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.