Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 48
Bunner vinkonu sína en hefur áður gert sein-
asta dag hennar indælan, meðal annars með
kökunni Dásamlegum dauða.
Í The Murder of Roger Ackroyd (1926), bók-
inni sem gerði Agöthu Christie að stórstjörnu í
glæpasagnaheiminum, á morðinginn dr.
Sheppard, sem jafnframt er sögumaðurinn,
samúð margra, þó að hann sé fyrirlitlegur og
lágkúrulegur fjárkúgari sem þar að auki hefur
eytt illa fengnu fé í fjárhættuspil. Kannski vegna
þess að hann segir skemmtilega frá og er afar
hógvær um hlut sinn í öllu saman, af illri nauð-
syn vitanlega. Sheppard læknir talar í lokin um
„my strain of weakness“ (235) („veiklyndi í
mér.“)27 Rétt eins og ungfrú Blacklock er hann
engin morðvél, heldur ósköp venjulegur veik-
lundaður maður sem féll í freistni.
Í Murder in Mesopotamia (1935) er sagt frá
morði frú Leidner, eiginkonu frægs fornleifa-
fræðings. Dr. Leidner er afar hægur og friðsam-
ur maður og sá seinasti sem hægt er að gruna.
Hercule Poirot lýsir honum svoleiðis:
Dr. Leidner, quiet though he was, was a
man of great personality. It was due to his
tact, his judgment, to his sympathetic man-
ipulation of human beings that the at-
mosphere had always been such a happy
one.
En undanfarið hafði allt breyst:
The kindly genial Dr. Leidner, outwardly the
same, was only playing the part of himself.
The real man was an obsessed fanatic plott-
ing to kill. (224)
(Árum saman hafði ríkt hér hið bezta sam-
komulag [. . . ] Þótt dr. Leidner reyndi að vera
vingjarnlegur og göfugmannlegur, eins og
hann hafði verið áður, þá tókst honum það
ekki fyllilega, því undir niðri bjó hann yfir
hræðilegri ákvörðun – þeirri að myrða konu
sína).28
Jafnvel þegar komið er upp um Leidner breyt-
ist hann ekki:
Dr. Leidner had neither moved nor spoken.
He sat just as he had done all along. A tired
worn, elderly man.
At last he stirred slightly and looked at Poirot
with gentle tired eyes. (226)
(Dr. Leidner hafði setið álútur og litið niður
fyrir fætur sér allan tímann meðan Poirot tal-
aði. Hann var þreytulegur og tekinn og virtist
mörgum árum eldri en fyrir nokkrum dögum.
Að lokum reisti hann sig lítið eitt upp, horfði
eins og í leiðslu . . . )29
En þrátt fyrir framkomuna er dr. Leidner stór-
hættulegur. Morðið á eiginkonunni var ástríðu-
glæpur en síðan hefur hann myrt gamla vin-
konu með köldu blóði til að leyna fyrra morð-
inu. Morð kemst upp í vana, eins og Hercule
Poirot segir (225).
Smásálir
Glæpir Sir Eustace, ungfrú Blacklock og dr.
Leidners eru ekki stórkostleg illmennska, hand-
an ímyndunarafls okkar. Þvert á móti eru morð-
ingjarnir hversdagslegt fólk sem fellur í freistni,
alls ekki meira ógnvekjandi í fasi en aðrir. Milda
og væna fólkinu virðist einmitt síður treystandi
en þeim truntulegu og fáskiptnu. Þar með er
ekki sagt að morðingjarnir séu alltaf fólk sem
auðvelt er að hafa samúð með. En morðin
þurfa að vera skiljanleg. Á bak við þurfa að
liggja skýrar sálfræðilegar forsendur sem eru
jafnan skýrðar fyrir lesendunum í lokin.
Í allmörgum tilvikum eru ástæðurnar ágirnd,
öfundssýki, smásálarskapur og heift sem skap-
ast í hversdagslegri umgengni. Þetta á við í Af-
ter the Funeral (1953). Auðkýfingur deyr og
ættingjar hans hittast við útförina. Í kjölfarið er
ein systirin myrt og morðið virðist vera afleið-
ing af morði auðkýfingsins þar sem hin myrta
hafði gefið til kynna að bróðir sinn hefði verið
myrtur. Þar með er sköpuð forsenda fyrir morð-
inu á henni og öll athyglin beinist að fyrra morð-
inu. Afar algeng brella sem heppnast næstum.
En fyrra andlátið er ekki morð. Seinna morðið
er það sem menn ættu að einblína á en sú sem
ber ábyrgð á því hefur einmitt enga ástæðu til
að myrða auðkýfinginn. Það er ungfrú Gilchrist,
lagskona (companion) hinnar myrtu, Coru
Lansquenet.
After the Funeral varpar ljósi á sérkennilega
samfélagsstöðu þeirra miðaldra kvenna sem
gerðust lagskonur. Þær voru gjarnan bláfátæk-
ar en þó af of háum stigum til þess að gerast
vinnukonur eða taka að sér launuð heimilis-
störf. Afstaða betri borgara til þeirra var hræsn-
isfull. Látið var sem þær væru heimilisfólk en í
raun litið á þær sem vinnuafl. Eða eins og ung-
frú Gilchrist orðar það sjálf þegar í ljós kemur
að fjölskyldan hefur hitt hana áður án þess að
bera kennsl á hana: „No, one doesn’t bother to
look at a mere companion-help . . . A drudge, a
domestic drudge! Almost a servant!“ (188)
(Nei, maður leggur sig ekki niður við að horfa á
lagskonu . . . Hún er bara vinnuafl, næstum
hjú!) 30 Í ljós kemur að morðið á sér rót í niður-
lægingu ungfrú Gilchrist sem hefur neyðst til
að gerast lagskona frú Lansquenet. Ungfrú
Gilchrist er sjálf alin upp við myndlist en frú
Lansquenet þykist vera listamaður. Hún er
heimsk og fávís kona og smám saman fær
ungfrú Gilchrist nóg. Það sem ræður úrslitum
er þó þegar frú Lansquenet kaupir málverk eft-
ir Vermeer án þess að bera kennsl á það:
I knew it was a Vermeer. I knew it! She
didn’t know! Talking about Rembrandts and
Italian Primitves and unable to recognise a
Vermeer when it was under her nose!
Always prating about Art – and really
knowing nothing about it! She was a
thoroughly stupid woman. Always maunder-
ing on about this place – about Enderby, and
what they did there as children, and about
Richard and Timothy and Laura and all the
rest of them. Rolling in money always! Alwa-
ys the best of everything those children had.
You don’t know how boring it is listening to
somebody going on about the same things,
hour after hour and day after day. And say-
ing, ‘Oh, yes, Mrs. Lansquenet’ and ‘Really,
Mrs. Lansquenet?’ Pretending to be intere-
sted. And really bored-bored-bored . . . And
nothing to look forward to . . . (188–89).
(Ég vissi að þetta var Vermeer. Ég vissi það!
Ekki hún! Talaði stöðugt um Rembrandt og
ítalska málaralist en þekkti ekki Vermeer
sem var fyrir framan nefið á henni! Þusaði
endalaust um list en vissi samt ekkert um
hana! Hún var heimsk kona. Alltaf röflandi
um þennan stað, um Enderby og hvað þau
hefðu gert þarna sem börn, og um Richard
og Timothy og Láru og þau öll. Óðu alltaf í
peningum! Fengu allt það besta, þessi börn.
Þið vitið ekki hversu leiðinlegt er að hlusta á
fólk láta dæluna ganga um það sama aftur og
aftur, dag eftir dag. Og segja: Einmitt, frú
Lansquenet, og: Virkilega, frú Lansquenet?
Þykjast hafa áhuga. En leiðast, leiðast, hund-
leiðast! Og hafa ekkert að hlakka til . . . )31
Ungfrú Gilchrist eygir möguleika á að græða
stórfé á Vermeermálverkinu sem hún getur
notað til að eignast testofu (tea-shop). Hún er
búin að skipuleggja allt út í ystu æsar: púðana,
borðin og matseðilsstandana. Testofan sem
42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 48