Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 51
kostum sínum og göllum. Þess vegna drap hún
hann.
En hvert er hlutskipti morðingjans? Elsa Ditt-
isham kemst upp með morðið en líf hennar er
einskis virði. Þó að Poirot leysi gátuna er óvíst
hvort réttvísin nær fram að ganga. Um það fá
lesendur sögunnar ekkert að vita. Sögulok Five
Little Pigs sýna hins vegar að morðinginn
sleppur ekki við refsingu:
„I didn’t understand that I was killing myself
– not him. Afterward I saw her caught in a
trap – and that was no good either. I couldn’t
hurt her – she didn’t care – she escaped
from it all – half the time she wasn’t there.
She and Amyas both escaped – they went
somewhere where I couldn’t get at them.
But they didn’t die. I died.“
Elsa Dittisham got up. She went across to
the door. She said again, „I died . . .“
In the hall she passed two young people
whose life together was just beginning.
The chauffeur held open the door of the car.
Lady Dittisham got in and the chauffeur
wrapped the fur rug around her knees. (216)
(– Ég skildi ekki að ég var að myrða sjálfa
mig, ekki hann. Síðan sá ég hana fasta í
gildrunni og það dugði ekki heldur. Ég gat
ekki meitt hana. Henni var alveg sama. Hún
var sloppin frá öllu saman, var víðs fjarri að
mestu. Þau Amyas sluppu bæði. Þau fóru á
einhvern stað sem ég náði ekki til. En þau
dóu ekki. Ég dó.
Elsa Dittisham stóð upp. Hún gekk að dyrun-
um og sagði aftur: – Ég dó.
Í anddyrinu gekk hún framhjá parinu sem var
að hefja lífið saman.
Bílstjórinn hélt bílhurðinni opinni. Lafði Dittis-
ham settist inn og bílstjórinn breiddi loðfeld-
inn um hné hennar.)43
Agatha Christie kunni þá list að hnýta ekki þá
enda sem vel má hafa lausa. Við vitum alveg
nóg um það hvernig fór fyrir morðingjanum í
þessari sögu. Hlutskipti morðingjans er ekki öf-
undsvert, ekki einu sinni þegar hann kemst
upp með glæp sinn. Elsa Dittisham er ógæfu-
samari en fórnarlömb hennar. Hún er síbernsk
kona sem reyndist sjálfri sér verst þegar öllu er
á botninn hvolft.
Agatha Christie notar þannig glæpasagna-
formið öðrum þræði til að fást við tilfinningar
náungans og stundum til að varpa ljósi á að-
stæður í samfélaginu. Kjarninn í sýn hennar á
illskuna er að hún sé hversdagsleg en ekki stór-
kostleg. Hún er fremur skortur en eiginleiki.
Morðingjar eru venjulegar manneskjur, oft að-
laðandi og jafnvel góðgjarnir. En þá skortir styrk
og siðvit. Þeir eru gjarnan bernskir, hégómlegir
og öfundssjúkir og síðast en ekki síst ósáttir við
tilveru sína. Rót glæpsins liggur þannig í því
sem er mennskast af öllu: Muninum á því sem
maðurinn þráir og því sem hann þarf einatt að
búa við.
Heimildir
1 „I’m afraid that I have a tendency always to beli-
eve the worst.
Not a nice trait, but so often justified by sub-
sequent events.“
A Murder is Announced, 90. Ísl. þýðing: Dásam-
legur dauði. Unnur Ragnarsdóttir þýddi. Rvík
1986, bls. 77.
2 Sjá Ármann Jakobsson, Rangtúlkun veruleikans:
Enid Blyton morðsögunnar, tmm 63,2 (2002),
41–45.
3 The Mirror Crack’d from Side to Side (1962), 31.
Þýðing mín.
4 Ísl. þýðing: Dauðinn á Níl. Ragnar Jónasson þýddi.
Rvík 2000, bls. 250.
5 Ísl. þýðing: Sunnudagsmorð. Jón Daníelsson
(duln. fyrir Gissur Ó. Erlingsson) þýddi. Rvík 1993,
bls. 223.
6 Sunnudagsmorð, bls. 218–19.
7 Þýðing mín. Hreingerningakona ungfrú Marple,
Cherry Baker, lýsir ungfrú Badcock á svipaðan hátt
skömmu síðar: „She was a very kind woman and
she was always doing things for people. And she
was always quite sure she knew the best things
to do. What they thought about it wouldn’t have
mattered.“ (53) (Hún var mjög góð kona og alltaf
að gera eitthvað fyrir aðra. Og hún var alltaf hand-
viss um að hún vissi hvað bæri að gera. Það skipti
hana engu hvað þeim sem hún hjálpaði fannst).
8 Þýðing mín.
9 Ísl. þýðing: Með kveðju frá herra Brown. Jónas St.
Lúðvíksson þýddi. Hafnarfirði 1964, bls. 34.
10 Með kveðju frá herra Brown, bls. 218–20.
11 Með kveðju frá herra Brown, bls. 221.
12 Þýðing mín.
13 Þýðing mín.
14 Charles Osborne, The Life and Crimes of Agatha
Christie. London 1982, 21–27.
15 Ísl. þýðing: Morð er leikur einn. Magnús Rafnsson
þýddi. Rvík 1981, bls. 188.
16 Þýðing mín.
17 Morgunblaðið 4. júní 2002.
18 Ísl. þýðing: Laumuspil í Bagdað. Jónas St. Lúð-
víksson þýddi. Rvík 1966, bls. 19. Englaeðli Ed-
wards týnist því miður alveg í þýðingunni.
19 Laumuspil í Bagdað, bls. 196.
20 Laumuspil í Bagdað, bls. 230.
21 Þýðing mín.
22 Þýðing mín.
23 Þýðing mín.
24 Dásamlegur dauði, bls. 213.
25 Dásamlegur dauði, bls. 223.
26 Dásamlegur dauði, bls. 225.
27 Ísl. þýðing: . . . og ekkert nema sannleikann. Garð-
ar Baldvinsson þýddi. Rvík 1984, bls. 231.
28 Ísl. þýðing: Morð í Mesópótamíu. Rvík 1971, bls.
224. Þýðingin er hér ekki nákvæm.
29 Morð í Mesópótamíu, bls. 226.
30 Þýðing mín.
31 Þýðing mín.
32 Þýðing mín.
33 Ísl. þýðing: Leyndardómur Byggðarenda. Rvík
1943, bls. 255.
34 Leyndardómur Byggðarenda, bls. 256. Hér hefur
þýðandinn fellt niður aðalatriði málsins!
35 Þýðing mín.
36 Eins og það er orðað í skáldsögu Guðbergs Bergs-
sonar Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma.
(Rvík 1993, bls. 89): „Sú athöfn að taka annan
mann með valdi og láta taka sig helst með meira
valdi er jafnrétti og fullkomnun kvala og nautna:
þetta vita lífsreyndar og spakar kerlingar á borð við
Agötu Christie sem iðka list glæpasögunnar sem
felst í því að kvelja aðra og láta kvelja sig.“
37 Ísl. þýðing: Dularfulla kráin. Jónas St. Lúðvíksson
þýddi. Hafnarfirði 1965, bls. 199–201. Enn hefur
þýðandi fellt niður lykilsetningar um eðli illskunnar
þannig að hér er sá hluti í minni þýðingu: „–Mað-
ur sér fyrir sér stórglæpamanninn sem mikinn og
óhugnanlegan holdgerving illskunnar, sagði ég.
Lejeune hristi höfuðið. – Þannig er það alls ekki.
Illskan er ekki ofurmannleg heldur fyrir neðan hið
mannlega. Glæpamaðurinn vill vera merkilegur en
verður það aldrei því að hann er alltaf minni en aðr-
ir menn . . .“.
38 Þýðing mín.
39 Dásamlegur dauði, bls. 75.
40 Þýðing mín.
41 Þýðing mín.
42 Þýðing mín.
43 Þýðing mín.
Ármann Jakobsson (f. 1970) er að ljúka doktorsprófi í íslenskum
bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hann kennir við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Bók hans, Í leit að konungi, kom út hjá
Háskólaútgáfunni 1999. Myndir eru úr Agöthu Christie-seríu
Skjaldborgar.
bls. 51Ármann Jakobsson: Eðli illskunnar
42 Agatha Christie 17.10.2002 11:06 Page 51