Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 52
Hundrað dyr í golunni
Úr nýrri skáldsögu
Steinunn Sigurðardóttir
Ég gekk góðan spöl fram hjá búðinni sem ég
leitaði að því hún var falin inni í sundi við rue
Damrémont. Í annarri tilraun rambaði ég á
sundið, og viti menn, hún hét virkilega Hundrað
og tveir skermar, Cent deux paravents, eins og
stóð í bókinni.
Mér sýndist vera slökkt og ég ímyndaði mér
að það væri lokað, en dyrnar opnuðust um leið
og ég tók í þær. Ég fór inn og lokaði ofurhægt.
Það var eins og marrið í hurðinni bergmálaði og
litli skellurinn sem heyrðist loksins þegar dyrn-
ar fóru aftur.
Ég var hálfblind eftir að hafa komið úr
skjannabjörtum degi í hálfrökkrið í búðinni. Svo
áttaði ég mig á því að hún var í laginu eins og
gangur sem mjókkar þegar innar dregur. Alls
konar skermar komu í ljós, varla færri en hund-
rað. Hér og hvar stafaði daufri birtu frá hippa-
legum lömpum. Innst inni voru tveir reyrstólar
og milli þeirra borð með kringlóttri bronsplötu.
Þar loguðu tvö kerti og milli þeirra liðaðist upp
öflugur reykelsisstrókur. En lyktin sem ég fann
var af hassi.
Bonjour, sagði ég. Væntanlega við engan,
því enginn svaraði.
Ég settist, lagði hönd á bronsplötuna á borð-
inu og horfði frameftir víkkandi rýminu, á alla
skerma sem hægt var að hugsa sér, lakkaða,
skeljalagða, útskorna, skerma úr máluðum
bambus. Fimmfalda, tvöfalda, gamla, nýja, kín-
verska, indverska, já meiraðsegja einn sem
gat verið sænskur. Eitthvað því líkt hafði ég að
minnsta kosti séð á myndum eftir Carl Lars-
son.
Við stólinn hinum megin við borðið lá gömul
rauðleit lúta og ég ímyndaði mér að skerma-
kaupmaðurinn eða kaupkonan kynni á þetta
hljóðfæri. Ég heyrði áfram bergmálið frá því ég
opnaði dyrnar og lét aftur, og mér var sem ég
heyrði hundrað ruggandi hurðir flökta og skell-
ast hægt aftur í golunni. Skyldi hassloftið hafa
svifið á mig svo ég heyrði ofheyrnir?
Ég stóð upp þegar maðurinn kom inn. Hann
hélt á kaffibolla og Libération. Hann baðst
margfaldrar afsökunar á því að ég hafði beðið.
Ég hélt það gerði ekki til.
Má ég þá ekki að minnsta kosti ná í kaffi fyr-
ir þig mér til samlætis.
Jútakk.
Espressó?
Játakk.
Ég verð enga stund. Tylltu þér bara.
Ég gerði eins og hann sagði og hlustaði
áfram á margar dyr opnast og lokast endalaust.
Hann var svo fljótur að sækja kaffið að það
var göldrum líkast. Göngulagið var hratt og
mjúkt. Mér datt í hug línudansari sem er ný-
kominn niður af kaðlinum. Núna fyrst tók ég
eftir því að maðurinn var á stuttbuxum.
Hann rétti mér kaffibollann og stóð álútur yfir
mér þangað til ég var búin að þakka fyrir mig.
Svo settist hann. Þetta var gert í mjög ná-
kvæmum og þægilegum takti.
Ertu búin að sjá eitthvað fallegt, spurði hann
og brosti.
Allt er fallegt, sagði ég, og hefði sem best
getað bætt við: sérstaklega eigandinn. Þó var
fegurðin ekki helsta undrunarefnið við þennan
ljósbrúna mann, heldur það hvað hann var hlýr
og geðslegur. Innihaldsríkur líka, með sorgar-
ívafi. Það má ekki minna vera.
En ég er mest að hugsa um útskorna skerm-
inn þarna á vinstri hönd, sagði ég og benti.
Þú hefur góða sjón. Hann er frá því um alda-
mót, skorinn út með sérstakri tækni sem er
ekki lengur útfærð á sama hátt af því það er of
tímafrekt. Hann er ekki ódýr, en þú færð af-
slátt.
Það er dóttir mín sem vill svona skerm. En
hvað um að flytja hann heim?
Ég sé um það, hvert á land sem er. Og hand-
an við hvaða haf er heim ef ég má spyrja?
Ég er frá Íslandi.
Tala menn svona góða frönsku á Írlandi?
Íslandi.
Ó, er það litla eyjan sem lafir út af kortinu í
norðri?
Já, en hún er ekki lítil. Hún er bara fámenn.
Eins og hvað margir?
Tvöhundruðog áttatíuþúsund.
Það er ómögulegt. Eru konurnar allar svona
fallegar?
Í þessari birtu já.
Hann hló mjög sérstökum hlátri, eins og það
væri verið að kitla hann.
Og hvaðan ert þú sjálfur?
Frá Marokkó eins og skermurinn sem þér líst
á.
Ertu fæddur þar?
Já, ég flutti til Frakklands þegar ég var fimm
ára.
Hvernig var að skipta um land?
Það glittir alltaf í ævintýri frá fyrstu árunum,
líf og liti og lykt sem gera hversdaginn hérna að
hjómi.
Þú ættir að kynnast hversdeginum okkar í
norðrinu.
Það er ég ekki viss um, sagði skermakaup-
maðurinn og brosti skelmislega.
Ég held að ég ætti að reyna að koma mér í
52 Steinunn Sigurðar 17.10.2002 13:14 Page 52