Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 53
bls. 53
Brynhildur, sagði ég.
Hann horfði beint í augun á mér og lengi,
eins og hann vildi mér eitthvað.
Kannt þú á lútu, spurði ég nokkuð fálkalega,
frekar en að þegja.
Já, sagði hann og greip hljóðfærið.
Hann setti sig í stellingu og hellti sér út í að
spila einhvern unað í framandi takti. Ég sá fyrir
mér hirðingjatjöld og eldskæran eyðimerkur-
vefnað. Lagið blandaðist áreynslulaust við
marrið í hundrað ruggandi hurðum. Hann spilaði
viðstöðulaust áfram, alveg í sínum heimi, maður
með opið andlit og heit augu, og slétt svart hár
sem var farið að þynnast þótt hann gæti varla
verið eldri en um þrítugt.
Svo sá ég þetta eins og ég sæti utan við það,
mig eins og ég er, hann eins og hann er, á
sandölum og stuttbuxum, með þennan kjörgrip
á berum lærunum. Grínistanum ógurlega sem
sviðsetur líf okkar hafði tekist sérlega vel upp.
Ég kreisti saman varirnar svo það skryppi ekki
frá mér hlátur. Svo lagði ég augun aftur og flatti
mig yfir sætið eins og sæng yfir rúm.
Þetta var fallegt, sagði ég þegar hann lagði
lútuna frá sér. Mér var sem ég hefði sofnað og
hann hefði spilað hálfa nóttina.
Hann horfði aftur beint í augun á mér eins og
hann ætlaði að spyrja mig um eitthvað.
Kannski eitthvað um skerminn, hvort
ég vildi ganga frá því núna. Þá rifjaðist
það upp fyrir mér, það sem mig vant-
aði var elskhugi. Var þetta hann?
Í fljótu bragði hélt ég síður. Það var
eitthvað kvenlegt við hann og klæðn-
aðurinn í rauninni dularfullur. Parísar-
búar voru ekki að spóka sig á stutt-
buxum, sama hvað það var heitt. Þeir
létu ferðamönnum það eftir. Hann var líka í
nokkuð kvenlegri silkimussu, hálfbleikri. Sem
betur fer var hann þó ekki með neitt hryllilegt
um hálsinn, festi eða klút. Ég hefði giskað á
að hann gæti verið hommi. Nú, ef ekki, og ef
hann var tilkippilegur, þá var þetta sjálfsagt
góður kostur. Hann var ekki bara stórfallegur,
hann hafði líka útgeislun og ég þorði að veðja
að hann væri hjartahreinn. Ekki það að elsk-
hugi þyrfti endilega að vera hjartahreinn.
Enn horfði hann á mig eins og hann væri
með spurningu á sínum kyssilegu vörum. Til
vonar og vara, ef hann væri þá að spyrja réttrar
spurningar, sagði ég já. Svo stóð ég upp, gekk
að skerminum sem við höfðum talað um og
skoðaði hann í krók og kring.
ævintýrið þitt. Mig hefur alltaf langað til
Norður-Afríku, sérstaklega til Marokkó,
sérstaklega til Marrakesh.
Hvað er í veginum?
Ísland.
Ísland? Er það virkilega svo miðsvæð-
is að það þvælist fyrir þér?
Ja, leiðin liggur alltaf um það. Það
gera ferðafélagarnir.
Þú hlýtur að geta fengið þér smáfrí frá
Íslandi. Ef þú kemur til Marrakesh verðurðu að
skoða garðinn frá tólftu öld. Systir mín hefur
barist í fremstu víglínu fyrir því að varðveita
hann. Einu sinni orti ég ljóð handa henni sem
heitir Vörður gömlu trjánna.
Nú halda mér engin bönd. Þótt það kosti mig
nýjan ferðafélaga.
Allir koma ánægðir aftur. Það verður stjanað
svoleiðis við þig að þú getur ekki ímyndað þér
það.
Draumur. Ég veit ekkert betra en stjan. Með-
an ég þarf ekki að standa fyrir því sjálf.
Svo er þetta ódýrt. Viltu reykja?
Játakk.
Ég var löngu hætt, en því ekki það.
Hann tók fram sígarettu og fékk sér fyrsta
smók.
Þú ert kunnug þessu, er það ekki?
Jú, ég er næstum því gamall hippi.
Allir í Marokkó eru gamlir hippar. Og hann
hló aftur kitluhlátrinum.
Ég hélt hann ætlaði að bjóða mér venjulegt
tóbak. En því ekki það. Það var bara orðinn tími
síðan ég hafði reykt nokkuð af þessu tagi, og
Ingi besti vinur okkur hjóna háttsettur í fíkni-
efnalögreglunni.
Ég andaði reyknum ekki of djúpt að mér, en
nóg til þess að það svifi aðeins á mig. Það var
hvorki gott né vont. Hins vegar fékk ég hósta-
kast eftir þetta langa bindindi á allan reyk.
Hann beið meðan ég jafnaði mig, rétti mér
svo höndina og sagði: Ég heiti Tahar.
Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) hefur sent frá sér fjölda
skáldverka, allt frá ljóðabókinni Sífellur (1969) til skáldsögunnar
Jöklaleikhússins sem út kom í fyrra. Hún hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin 1995 fyrir skáldsöguna Hjartastaður og
ljóðabók hennar Hugástir var tilnefnd til sömu verðlauna 1999.
52 Steinunn Sigurðar 17.10.2002 13:14 Page 53