Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 54
Raunveruleikinn getur verið ævintýralegri en nokkur skáldskapur Um bókina Íslenskar konur, ævisögur Þorgerður Þorvaldsdóttir Ævisagan, og systir hennar sjálfsævisagan, sem báðar byggjast á raunverulegu lífshlaupi fólks, hafa um langan aldur notið mikillar hylli, jafnt hér á landi sem erlendis og virðast vin- sældir þessa bókmenntaforms síst vera í rén- un. Um það vitnar blómleg ævisagnaútgáfa undanfarin ár. Sjálf verð ég að viðurkenna að hingað til hef ég vísvitandi sneitt hjá þessari tegund bókmennta. Ég taldi ævisagnalestur í besta falli ellimerki og ævisagnaformið sam- félagslega viðurkenndan vettvang til að svala eðlislægri gægjuþörf og forvitni um annarra manna hagi. Á undanförnum misserum hef ég hinsvegar neyðst til að endurstoða þessa af- stöðu mína, og fordóma. Tilefni þess er meðal annars útkoma safnritsins Íslenskar konur, ævi- sögur sem Ragnhildur Richter tók saman og Mál og menning gefur út. Íslenskar konur, ævisögur er mikið verk, bæði að efni og umfangi. Bókin er um það bil sjö hundruð og fimmtíu síður og í henni eru valin brot úr ævisögum átján íslenskra kvenna sem Ragnhildur Richter fléttar fimlega saman. Á undan hverjum hluta er ljósmynd af viðkom- andi konu og stuttur formáli þar sem Ragnhild- ur rekur ævi hennar í stuttu máli, auk þess sem hún gerir grein fyrir helstu sérkennum ævisögu hennar og þeim viðtökum sem hún fékk á sín- um tíma. Formálinn setur bæði frásögnina sem á eftir fer og höfund hennar í ákveðið þjóðfé- lagslegt og menningarlegt samhengi. Hvert sögubrot er mátulega langt til að lesa og gleyma sér yfir á einni kvöldstund og með því að takmarka lesturinn við eina konu á kvöldi getur maður leyft sér þann munað að dvelja óskiptur í þeim fortíðar- og ævintýraheimi sem dreginn er upp í hvert skipti. Þannig var ég hvað eftir annað hrifin inn í nýja veröld og í hvert sinn varð ég gagntekin af hinu einstaka lífshlaupi þeirrar konu sem ég var að lesa um. Hitt kynið Sögukonurnar átján skiptast jafnt á milli tveggja alda. Níu þeirra voru fæddar á nítjándu öld en aðrar níu voru tuttugustu aldar konur. Uppruna- legur útgáfutími ævisagnanna spannar þó nán- ast alla tuttugustu öldina. Elsti texti bókarinnar er ritgerð Ólafar Sigurðardóttur, „Bernsku- heimilið mitt“, sem fyrst birtist á prenti í Eim- reiðinni árið 1906. Það er jafnframt eini textinn sem tekinn er óstyttur upp í bókinni. Nýjasta ævisagan er hins vegar sjálfsævisaga Rann- veigar Löve, Myndir úr hugskoti, sem út kom fyrir tveimur árum. Heil mannsævi, eða sjötíu og fjögur ár, skilur elstu og yngstu sögukonurnar að í aldri. Elst höfundanna er Guðrún Borgfjörð, en hún var fædd árið 1856, ári fyrr en Ólöf Sigurðardóttir, höfundur elsta texta bókarinnar. Sjötug að aldri settist Guðrún niður og skrifaði Minningar sín- ar en þær voru ekki gefnar út fyrr en sautján árum eftir andlát hennar. Guðrún lést árið 1930 og sama ár fæddist yngsta konan sem við kynnumst í bókinni, Halla Linker. Endurminn- ingar hennar, Uppgjör konu, komu út árið 1987 og urðu metsölubók. Eitt af því sem maður veltir fyrir sér við lest- ur ævisagnanna er að hve miklu leyti ritunartím- inn og þeir tímar sem konurnar lifðu móta form og innihald textans, sýn höfunda á sjálfa sig og umhverfi sitt, og valið á því hvað þykir í frásög- ur færandi og hvað látið skuli ósagt. Talsverður áherslumunur er merkjanlegur á yngstu og elstu æviminningunum og konurnar virðast verða óhræddari við að tjá tilfinningar sínar eft- ir því sem nær dregur í tíma. Ef til vill spyrja einhverjir um rökstuðning þess að fella jafnsundurleitan hóp kvenna og hér um ræði saman í eina bók á forsendum kynferðis. Réttlætinguna gaf Simone de Beauvoir árið 1949 í bók sinni Le deuxième sexe eða Hitt kynið. Þegar hún hófst handa við ritun bókarinnar var ein af spurningunum sem hún lagði upp með sú hvaða þýðingu það hefði haft fyrir hana að vera kona. Eftir að hafa sökkt sér niður í rannsóknir á viðfangsefninu upp- götvaði hún fljótlega að hver sú kona sem vill gera grein fyrir sjálfri sér og reynir að draga upp sjálfsmynd sína verður að byrja á hinni augljósu fullyrðingu: „Ég er kona.“ Og þessi sannleikur er sá grunnur sem allar aðrar fullyrðingar byggj- ast á. Karl byrjar hinsvegar aldrei á að lýsa sér sem einstaklingi af ákveðnu kyni. Það er sjálf- gefið að hann er karl og það þarfnast ekki frek- ari skýringa.1 Konur eru kynið sem er kyn. Frá- vikið sem þarf að útskýra og gera grein fyrir. Karlmennskan er normið, hið eðlilega og gefna. Til að sannreyna þennan mun sló ég til gam- ans inn leitarorðin karlar og konur í leitarvélinni Gegni á Háskólabókasafni. Upp úr krafsinu komu 2458 rit sem innihéldu leitarorðið konur. Þegar leitarorðinu karlar var slegið inn birtust hinsvegar aðeins 187 færslur. Þessi mikli mun- ur vakti forvitni mína þannig að ég renndi í fljót- 54 Kvennasögubók 17.10.2002 11:07 Page 54

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.