Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 61
horn. Jafnvel kvikmynd sem flokkast undir það að vera vægast sagt viðbjóðs- leg bregst ekki væntingum fólks ef hún heldur sig innan marka tiltekinnar „teg- undar“ eða ber stíleinkenni tiltekins höfundar. Á þennan hátt haldast lífsstíll, væntingar og kvikmyndategund í hendur. Tegundamörk kvikmynda geta þó hæglega riðlast. Við fyrstu sýn kann að virðast sem kvikmynd hafi skýr mörk, að hún sé ein tegund í huga áhorfenda. Ef vel er að gáð verða mörk hennar óljósari eftir því sem við nálgumst hana betur, jafnvel þó að kvikmyndin hafi verið framleidd í ákveðnum tilgangi. Fyrsta kvikmyndin hefur tæpast verið sérstök tegund, hún var að vísu kvikmynd, en það telst varla til kvikmyndateg- undar. Það er ekki fyrr en kvikmyndum fjölgar og fjarlægð skapast á þær að fólk þykist fara að greina útlínur ákveðinna tegunda. „Tegund er ekki endilega ákveðinn flokkur, eins og gjarna er haldið fram,“ segir kvikmynda- og tegunda- fræðingurinn Adena Rosmarin, „heldur frekar staðhæfing um flokkun.“22 Kvikmyndafræðing- urinn Rick Altman bendir á það, í bók sinni Kvik- mynd/Tegund23 að vænlegra sé að meðhöndla tegundir sem margslungnar aðstæður, fremur en að halda af þrákelkni í eldri hugmyndir um stöðugleika tegundanna. Ekki er alltaf ljóst hvað liggur til grundvallar flokkuninni. Altman bendir t.d. á að flokkunarkerfi myndbandaleiga sé á góðri leið með að flokka „erlendar kvik- myndir“ sem eina tegund. Viðmiðunin er af- stæð, stundum er miðað við höfundinn, stund- um er miðað við uppbyggingu, stundum er miðað við viðbrögð áhorfenda, o.s.frv. Þannig höfum við t.d. „kvennamyndir“ flokkaðar á grundvelli höfunda, „vestra“ sem flokkaðir eru á grundvelli uppbyggingar og „hryllingsmynd- ir“ sem flokkaðar eru á grundvelli viðbragða áhorfenda. Niðurstaða Altmans er sú að teg- und hafi ekki endanlega staðsetningu, heldur breytilega staðsetningu og viðmið. Samfara hugmyndinni um tegund í eintölu bendir Alt- man á að hugmyndin um þjóð í eintölu standi frammi fyrir sömu vandamálum þ.e.a.s. hún sé til hagræðis í flokkun eða hugmyndafræði.24 Segja má með sanni að svipuð örlög gildi þá um skilgreiningar á kvikmyndum, orðum og þjóðum. Kvikmyndir eru líkar orðum og þjóð- um, þær eru margt og stöðuleikinn er fremur sýnd veiði en gefin. Með örlitlum útúrdúr í þessu samhengi, sem þó tengist „tegundum“, má taka undir viðhorf mannfræðingsins Cliffords Geertz þegar hann bendir á að „óskýrar tegundir“ sé að finna inn- an samfélagsins; að deildarmúrar hugvísinda, félagsvísinda, náttúruvísinda o.fl. ali á hug- myndinni um sjálfstæði og stöðugleika vísinda- greina (tegunda), jafnt innan deilda sem utan.25 Heimspeki og tegundamörk kvikmynda Vandamálið um tegundir er ævagamalt og er nátengt hugmyndinni um mengi og stök innan þeirra. Heimspekingar og stærðfræðingar hafa löngum fjallað um þetta vandamál út frá hug- myndinni um hið almenna og hið einstaka. Heimspekingurinn Aristóteles lagði sennilega grunninn að umræðu um tegundir í fornöld með hinni klassísku bók Um skáldskaparlistina, en þar fjallar hann um flokka, greinar og teg- undir í listum og skáldskap. Jafnframt viðrar hann þá afstöðu að listir og skáldskap- ur fjalli fremur um það sem „gæti gerzt“, en sagnfræði fjalli fremur um það sem „hefur gerzt“. Þetta orðar hann síðan með svofelldum hætti: „Af þeim sökum er skáldskapurinn heim- spekilegri og æðri en öll sagnfræði, en skáldskapurinn tjáir fremur hið al- menna, sagnfræðin hið einstaka.“26 Og þykir mörgum sem lítið vatn hafi síðan runnið til sjávar. Til að gera langa sögu stutta var það austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein sem setti saman kenningu um tegundir og skyldleika þeirra í bók sinni Heim- spekilegar rannsóknir.27 Þorsteinn Gylfason, heimspekiprófessor, nefnir þessa kenningu ættarmótskenningu og telur að hún hafi verið sett fram til höfuðs frummyndakenningu Platóns og eðlishyggju Aristótelesar.28 Það er vert að dvelja við þetta atriði um stund. Sam- kvæmt frummyndakenningunni er skilgreining lýsing á „frummynd“ hugtaka og samkvæmt eðlishyggju er skilgreining lýsing á „innra eðli“ hluta. Þorsteinn segir að ættarmótskenningin hafni þessu með því að kveða á um í fyrra lagi að skilgreining sé notkun orðs í samskiptum, og í síðara lagi að hlutir eða fyrirbæri sem falla undir eitt og sama orðið þurfi ekki að eiga neitt eitt sameiginlegt, heldur dugi „ættarsvipur“ þeirra.29 Það sama gildir því um orð og ætt, að eitt orð er notað um marga þætti sem hafa ein- ungis til að bera visst svipmót. Í fyrrnefndri bók, Heimspekilegar rannsóknir, skýrir Wittgenstein frá því að hugmyndir hans um ættarmót eða fjölskyldusvip hugtaka og orða séu nánari útfærsla á hugmyndum hans um „málleiki“. Hann varpar síðan ljósi á þessa hugsun með því að láta okkur íhuga allt það at- hæfi sem fellur undir það sem við köllum „leiki/leika“ (games). Hann spyr hvort eitthvað sé sameiginlegt með öllu þessu athæfi og bið- ur okkur að segja ekki í fljótfærni að það hljóti bls. 61Magnús Einarsson: Kvikmynd og veruleiki Þessi fræga mynd René Magritte minnir okkur á að fara varlega með alhæfingar um samruna ímyndar og veruleika. 58 Um kvikmyndir 22.10.2002 10:13 Page 61

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.