Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 62
að vera eitthvað sameiginlegt, heldur „að horfa og sjá“ hvort eitthvað sé sameiginlegt. Er t.d. eitthvað sameiginlegt með boltaleik, feluleik, skák eða tennis? Hvað um Ólympíuleika? Snú- ast allir leikir/leikar um sigur eða tap? Hvað um samkvæmisleiki? Niðurstaða Wittgensteins er sú að notkun orðsins „leikur“ við fjölbreytileg- ar aðstæður myndi flókið net svipmóta, „stund- um almennt svipmót og stundum svipmót smáatriða.“30 Raunveruleikinn er margbreytilegri en teg- undir kvikmynda ná að sýna. Athyglisverðar eru þó nokkrar nýlegar kvikmyndir sem hafa reynt að koma til móts við þennan veruleika með sí- breytilegu sjónarhorni (fyrr í þessari grein var það kallað „landslag án örnefna“). Í því sam- bandi mætti e.t.v. nefna Pulp Fiction, Fíaskó og kvikmyndir eftir Robert Altman. Kvikmyndir og veldi rammans Galdur kvikmyndarinnar er ekki hvað síst fólg- inn í rammanum sem myndar umgjörð kvik- myndarinnar. Ramminn afmarkar myndflötinn og setur honum skorður. Hann ræður þeim upplýsingum sem reynt er að koma á framfæri með almynd, heilmynd, hálfmynd, nærmynd eða ýktri nærmynd. Ljósmyndin, kvikmyndin og málaralistin notast allar við töfra rammans sem er þó nánast eins og ósýnilegur þáttur list- arinnar. Jafnvel leikhúsið notast við sviðið sem ramma. Slíkur rammi er ekki tiltækur í raun- veruleikanum, nema við göngum út frá því að orðin sjálf séu rammi hversdagslífsins. Veldi rammans er fólgið í því að breyta öllu sem ger- ist innan hans í táknrænan boðskap. Allt innan rammans tengist innbyrðis og þess vegna kall- ar ramminn á aga, skipulag og fagurfræði. Til- viljanir fá ekki landvistarleyfi innan rammans vegna þess að þær geta tekið á sig ófyrirsjáan- legt táknrænt gildi. Í kvikmyndinni Skuggi vampírunnar, með þeim John Malkovich og Willem Dafoe í aðal- hlutverkum, höfum við a.m.k. tvö skemmtileg dæmi um mikilvægi rammans. Myndin fjallar nefnilega ekki hvað síst um eðli kvikmynda – er kvikmynd um kvikmyndir. Í fyrra dæminu, sem gerist snemma í myndinni, er óbreyttur sveita- maður látinn álpast inn í miðja töku á mynd um vampíru. Leikstjórinn (John Malkovich) verður æfur yfir því að einhver vogi sér að ganga inn fyrir rammann „sinn.“ Ramminn er þarna greinilega yfirráðasvæði og þar ríkir bara einn guð, leikstjórinn sjálfur. Síðara dæmið undir- strikar þetta enn betur, en það gerist undir lok kvikmyndarinnar þegar leikstjórinn er orðinn gagntekinn af því að festa á filmu tilburði „raunverulegrar“ vampíru. Hann segir þá þessi fleygu orð: „Ef það er ekki innan rammans, er það ekki til.“ Þessi setning segir margt um veldi rammans, og einnig heilmargt um tengsl orða og veruleika. Lítum nú á einfalt og heimatilbúið dæmi: Tveir menn ræða saman í heilmynd innan kvik- myndarammans þegar svartan reyk fer að leggja upp innan rammans, að því er virðist við höfuð annars þeirra. Upptök reyksins eru þó í töluverðri fjarlægð frá mönnunum. Hvort sem reykurinn er skipulagður eða tilviljun (sem er hæpið ef um leikna kvikmynd er að ræða), þá öðlast hann merkingu í tengslum við samskipti mannanna, hvert svo sem innihald þeirra hefur verið. Reykurinn kann að segja eitthvað um nú- verandi ástand mála, eða hann er fyrirboði af einhverju tagi. Í raunveruleikanum myndast engin tengsl af þessu tagi, rammann vantar til þess að mynda tengslin. Jafnvel sjónvarpsfréttir fara ekki varhluta af þessu þótt þær eigi að endurspegla raunsæi. Hver einasta hreyfing sem birtist á skjánum getur orðið eitthvað annað en hún er í raun. Rammi fréttarinnar getur einnig útilokað ýmsa þætti í umhverfi hennar sem fréttamaður kýs að hylja eða veit ekki af. Hver kannast ekki við kátínuna sem vaknar hjá áhorfendum þegar ramminn utan um fréttamanninn rennur til í upptökusal og fréttamaðurinn „rétt nær að hanga utan í rammanum“. Í þessu sambandi er vert að minnast upphafsatriðisins í kvikmynd- inni Maður á tunglinu þar sem leikarinn Jim Carrey kynnir persónu sína með því að hanga beinlínis í rammanum. Einnig má fréttamaður helst ekki klóra sér í framan í útsendingu nema hann vilji taka á sig hugsanlegar ákúrur og at- hugasemdir frá áhorfendum, sem gætu tekið þessu sem skemmtiatriði eða vísbendingu um kímnigáfu fréttamannsins. Þá lúta mismæli fólks eða fréttamanna á skjánum sömu lögmál- um, þau öðlast merkingu í nafni rammans.31 _________ Raunveruleikinn er án sjónarhorns, ólíkt kvik- myndinni. Í kvikmyndinni er að finna söguþráð og handrit sem leikendur ganga út frá í sam- skiptum sínum, eins og höfundurinn hefur lagt línurnar, en hann starfar á forsendum sem líkj- ast hugmyndum okkar um guð. Í raunveruleik- anum er ekkert tónlistarstef sem ítrekar hvað sé að gerast í lífi fólks, þar er enginn stefnu- bundinn söguþráður, enginn sögumaður, engin vissa. Lífið gæti allt eins verið ein allsherjar bið eftir Godot. Í raunveruleikanum býr fólk þó að væntingum, en þær eru oft ófyrirsjáanlegar vegna margræðni mannlegs máls og sam- skipta. Wittgenstein orðar það svo: „Þú verður að hafa hugfast að málleikurinn er svo að segja óútreiknanlegur. Ég á við: hann grundvallast ekki á rökum. Hann er ekki skynsamlegur (eða óskynsamlegur). Hann er þarna – líkt og líf okk- ar.“32 Guð er hugsanlega á bak og burt úr hvers- dagsleikanum, eins og Nietzsche hefur haldið fram, en hann hefur þó átt sér fast athvarf í kvikmyndinni um alllangt skeið, þar sem veru- leikinn er gylltur. Við horfum á kvikmynd með vonum og væntingum og erum þegar yfir lýkur e.t.v. hálfskelkuð, hneyksluð eða með nýjar draumsýnir. Því skyldi engan undra seiðmagn kvikmyndarinnar. 58 Um kvikmyndir 22.10.2002 10:13 Page 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.