Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 21

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2011, Síða 21
21 tillögu að stjórnarskrá væri að sjálfsögðu ekki verið að kjósa um þjóðkirkjuna sérstaklega. Það er hins vegar stjórnarskrárvarinn réttur þjóðarinnar sjálfrar að ákveða hvort þjóðkirkja skuli vera hér í landi eða ekki. Framhjá þessum rétti þjóðarinnar verður ekki gengið með sjónhverfingum einum saman. Lýðveldisstjórnarskráin kveður á um það að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þjóð- kirkjuna. Þetta er arfur frá gamalli tíð og engin þörf er lengur á slíku verndarákvæði í stjórnarskrá. Hér ríkir trúfrelsi og mikilvægt er að ríkisvaldið búi svo um hnútana í löggjöf að landsmenn eigi frjálst val og öll trúfélög njóti fyllsta réttar. Það er útbreiddur misskilningur, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna, að stuðningur almannavalds við þjóðkirkjuna felist öðru fremur í því að ríkið standi fjárhagslega straum af kirkjunni. Vissulega innheimtir ríkið með beinum sköttum sóknargjöld sem eru í eðli sínu félagsgjöld og renna til safnaða þjóðkirkjunnar eins og allra annarra trúfélaga í landinu til þess að standa undir margháttaðri velferðarþjónustu í nær- samfélaginu. Þessi sóknargjöld hafa nú verið skert um 20% frá fjárlögum ársins 2008 að teknu tilliti til úrsagna úr þjóðkirkjunni og stefnir í mikið óefni víðs vegar um landið. Hitt er þó nauðsynlegt að hafa í huga að fjárstuðningur ríkisins við þjóð- kirkjuna byggist fyrst og fremst á samningum ríkis og kirkju, svonefndu kirkju- jarðasamkomulagi frá árinu 1997, um stórfellda afhendingu kirkjujarða og kirkjueigna til ríkisins. Endurgjald ríkisins fyrir þessi verðmæti fólst í því að laun tiltekins fjölda starfsmanna þjóðkirkjunnar skyldu í framtíðinni koma úr ríkissjóði. Þetta samkomulag hefur verið lögfest og virt, meðal annars við þann óhjákvæmilega niðurskurð ríkisútgjalda sem efnahagshrunið kallaði á og þjóðkirkjan hefur fyrir sitt leyti tekið þátt í að axla. Kirkjujarðasamkomulagið myndi að sjálfsögðu halda fullu gildi sínu þótt sú leið yrði farin að hin evangeliska lúterska kirkja skyldi ekki lengur vera þjóðkirkja á Íslandi. Allt tal um milljarða sparnað ríkisins við slíka ákvörðun er einber blekking. Við setningu aukakirkjuþings í sumar greindi ég frá því að milliþinganefndin sem kirkjuþing kaus á síðasta ári til að fara yfir þjóðkirkjufrumvarpið myndi leggja fyrir þetta kirkjuþing ýmsar róttækar breytingar í því skyni að auka trúverðugleika þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Þar má nefna að biskupar og prestar verði ekki lengur skilgreindir í lögum sem embættismenn ríkisins, í kirkju sem ekki er lengur ríkiskirkja, heldur embættismenn þjóðkirkjunnar sjálfrar, að staða leikmanna í kirkjunni verði styrkt og skipan kirkjuráðs breytt, kjörtími biskupa verði takmarkaður við tólf ár að hámarki og embætti vígslubiskupa efld og svo loks að kirkjuþing fái fjárstjórnarvald í kirkjunni og axli raunverulega ábyrgð á þeim vandasömu verkefnum sem slíku valdi fylgja. Allt verður þetta til umfjöllunar á þessu þingi og margt fleira sem til úrbóta stefnir. Hins vegar hefur verið horfið að því ráði að leggja til við kirkjuþing að milliþinganefndin starfi áfram að gerð frumvarps til nýrra þjóðkirkjulaga og skili kirkjuþinginu endanlegum niðurstöðum sínum á næsta ári. Þetta er fyrst og fremst gert til að skapa betri frið, meiri skilning og öflugri samstöðu um þær stjórnkerfisbreytingar innan kirkjunnar sem nauðsynlegar eru. Þörf á breytingum og endurbótum endurspeglast meðal annars í nýlegri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar sem brýn nauðsyn er á að kirkjuþing og kirkjuráð taki til gaumgæfilegrar skoðunar. Ég ítreka svo enn og aftur að þjóðkirkjan verður í auknum mæli að leita til grasrótarinnar, fólksins í safnaðar- starfinu, ef hún vill endurheimta traust og trúnað og vera í lífrænum tengslum við fólkið í landinu, meðal annars með gerbreytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga innan kirkjunnar, bæði biskupskosninga og kosninga til kirkjuþings.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.