Félagsbréf - 01.03.1962, Page 27

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 27
FÉLAGSBRÉF 23 filmu af heimildum safnanna, og Ævum lærðra rnanna var ekki gleymt. Þjóðskjalasafnið á nú eitt eintak af filmunni, auk þess hér- aðsskjalasöfnin á ísafirði, Sauðárkróki og Akureyri. Frummyndin er geymd í Saltvatnsborginni í Bandaríkjunum. Nú gæti heimsendir einn grandað þessu öndvegisriti Hannesar Þorsteinssonar. Hinn trausti fræðimaður Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. sýslu- maður Dalamanna, bar fram á alþingi tillögu um allháa fjárveit- ingu til útgáfu þessa rits, en fé þetta var aldrei hirt. Ofl voru að verki, sem hræddust skugga dr. Hannesar og kæi'ðu sig ekkert um að hann kæmi á þennan hátt fyrir almenningssjónir. „En þetta kem- ur allt fyrir eitt.“ Rit þetta kemur út á sínum tíma. — Bifni þess má í engu breyta, en einstakar málsgreinar væri æskilegt og nauð- synlegt að færa í sem réttasta tímaröð. Um veturinn 1935 varð ég þess var, að dr. Hannes sat við skrif- borð sitt og hafðist ekki að. Þá vissi ég, hvað á seyði var. Hann hafði sumarið áður veikzt úti í Kaupmannahöfn. „Matareitrun“, sögðu dönsku læknarnir. Dr. Halldór Hansen vissi betur og úr- skurðaði sjúkdóminn gallsteina. Hannesi smáþyngdi og sjúkdóm- urinn lagði hann í rúmið. Ég þurfti einn að sjá um safnið, en heim- sótti hann á hverjum degi eftir lokunartíma. Eitt sinn var hann hugsi venju fremur. Læknarnir vildu fá hann upp á Landsspítala. Hann hafði ekki verið kvellisjúkur um dagana, var meinilla við lækna og allt þeirra kukl. Eg taldi hins vegar rétt, að hann færi til rannsóknar, með því skilyrði, að hann fengi aftur að fara heim í friði. Jón Hjaltalín yfirlæknir hafði sagt mér, að hjarta dr. Hannesar væri orðið of slitið fyrir hvers konar aðgerðir. Við Þor- steinn hagstofustjóri, bróðir dr. Hannesar, fluttum hann á Lands- spítalann, og þar skildi með okkur. Hann andaðist í heimahúsum hinn 10. apríl. — Ég gat ekki verið við útför Hannesar. Tólf vetra kuldi í Safnahúsinu hafði valdið mér þeim eina sjúkdómi, sem ég hefi kennt um dagana, heiftarlegri liðagigt, og vikum saman hafði ég verið fárveikur á fótum. Er allt um þraut, var Pétri heitnum Zophoníassyni falin umsjá safnsins, þeim eina manni, sem

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.