Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 42
34 FÉLAGSBRÉF hafi „ávallt fundizt einhver óíslenzkukeimur“ að kvæðum hans. Það er nýstárleiki þeirra, sem bersýnilega hefur villt um fyrir honum, enda játar Ólafur, að sér hafi skjátlazt. „Fjöldi kvæðanna er einmitt mjög þjóðlegur að blæ,“ bætir hann við. Sjálfur mun Hannes Hafstein hafa litið svo á, að kvæði hans túlkuðu hina nýju stefnu, realismann, og má það til sanns vegar færa. Svo er að minnsta kosti um mörg ástakvæði hans, að þau hafa ólíkt raun- særra og jarðneskara innihald, en áður tíðkaðist í sams konar kvæðum, og sama máli gegnir um ýmis náttúruljóð hans og ætt- jarðarkvæði. A máli hinna rómantísku skálda hét landið eldgamla Isafold, hjá Hannesi heitir það álfu vorrar yngsta land. I ljóð- um hans er komin til skjalanna ný kynslóð, ung og þróttmikil, sem horfir allsgáðum augum heim til framtíðarinnar í stað þess að láta fyrir berast í fortíðinni. \ V Eg verð tímans vegna að leiða hjá mér margt það, sem annars væri gaman að staldra við. Ég hef ekki minnzt á hinar mörgu ljóðaþýðingar Hannesar Hafsteins, ekki heldur á kímniljóð hans og stúdentavísur. Ég hef ekki einu sinni vikið að nýjungum þeim í formi, sem er að finna í ljóðum hans, en þar kann hann að hafa numið sitthvað af Drachmann, sem hann kynntist í Kaupmanna- höfn og þá stóð á hátindi frægðar. Víða gerir skáldið sér far um að láta hljóðfall kvæðanna fylgja efninu, líkja eftir því, sem þau lýsa, og ætla ég að Hannes sé einna fyrstur íslenzkra skálda til að gera slíkar tilraunir af markvísu ráði. Enn víðar gætir hjá honum sérkennilegrar og skemmtilegrar hrynjandi, og það engu síður í þeim ljóðum, sem hann yrkir síðar á æfinni, þó að þá séu áherzlurnar yfirleitt orðnar þyngri á bárunni. Eg hef fyrir satt, að ungum hafi Hannesi Hafstein verið ríkt í huga að geta að loknum námsferli slegið embættisönnum á frest og gefið sig að skáldlegum iðkunum. Sögur, sem hann langaði til að skrifa, vöktu fyrir honum, og seinna hafði hann uppi áform
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.