Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 59
FÉLAGSBRÉF 51 Þau voru komin fast að húsinu, sem hún átti heima í, og stóðu í skjóli undir gaflinum. Hún hallaði sér upp -að honum, og horfði upp í tungl- ið, svo andlitið sneri upp á við, og voru hálfopnár varirnar. Hann var næstum utan við sig. Sleppt henni gat hann ekki, og kyssa liana þorði hann ekki, af því hann hélt hún mundi reiðast svo mikið. Allt í einu herti hann sig þó upp og beygði höfuðið í einum rykk niður að henni. En við rykkinn steyptist allt regnvatnið, sem safnazt hafði í stóru börðunum, beint niður í andlitið á Kristínu, fór upp í augu, munn og nef og rann ískalt niður eftir hálsinum á henni. Hún hljóðaði upp yfir sig, reif sig af Magnúsi, og hljóp eins og píla inn í dyrnar. Þar sneri hún sér við og hrópaði: „Svei og fjandinn, svona eruð þið allir þessir íslenzku rustikusar; ég held ég þekki ykkur, þið eruð ekki til neins brúkandi, sneypstu burt ruddinn þinn. Skammastu þín ekki að geta ekki séð í friði saklausa stúlku? Snautaðu heim.“ Og svo skellti hún í lás. Magnús stóð eftir agndofa. Hann skildi ekkert, hvaðan á sig stóð veðrið. Hann tók af sér hattinn, skoðaði hann í krók og kring, fleygði honum niðrí götuna, tók hann upp aftur, þurrkaði af honum, horfði á dymar, upp í tunglið, á hattinn, og gat ekkert botnað í, hvernig þetta hefði viljað til. Hann gat ekki áttað sig, og loksins hélt hann, að þetta væri bara spaug úr Kristínu. „Það var þó alltjend gott merki, að hún var farin að þúa mig“, sagði hann í hálfum hljóðum. Þá var opnaður gluggi fyrir ofan hann, og Kristín kom út í gluggann. „Stendurðu þarna enn þá með brennivínshattinn, þér er skammar- minnst að snáfa heim, held ég.“ „Kristín, elskarðu mig?“ sagði Magnús. „Ertu vitlaus.“ „Kristín, er það þá ekki út úr mér, sem þú ætlar að sigla?“ „Nei, ónei, ég held þii sért genginn af öllum göflum, aulinn þinn“. „En til hvers ætlarðu þá að vera að sigla?“ „Ef þú endilega vilt vita það“, sagði Kristín í mildari tón, „þá ætla ég til hans Madsens, kærastans míns í Kaupinhöfn, þar sem allir herrar eru eins og hann, fínir og penir og enginn annar eins klunni og þú.“ Svo lokaði hún glugganum. „Bölvuð tófan, ætlar samt að elta Madsen, eins og ég sagði einu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.