Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 67

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 67
FÉLAGSBRÉF 59 verða vart gerð nema mjög ófullkomin skil i stuttum greinum, en allar eru ritgerðirnar fullar af fróðleik og auk [ress furðuskemmtilegar aflestrar. I.oks skrifar Ingimar Óskarsson um dýralíf á landi og i vötnum, nefnir margt dýra og veltir ýmsurn ráðgátum fyrir sér. Aftast í bók- inni er ritaskrá, sem mikill fengur er að fyrir frá, sem meira vilja fræðast um þessi mál. Eitt hefur þessi bók fram yfir útvarpsfyrirlestrana, auk hinnar skemmti- legu greinar Jóns Eyþórssonar um jökla, en það eru fjöldamargar mvndir og töflur, sem styðja frásögnina og lótta lesandan- um skilning á efni bókarinnar. Hins vegar hafa þvi miður slæðzt með nokkrar prent- villur, og eru sumar bagalegar. Mér er það ljóst, hve þcssi stutta og þurra upptalning er ófullkomin lýsing á bókinni, þvi að bún er full af fróðleik og nýstárlegum athugasemdum unr íslenzka náttúru og hvarvetna er i henni að finna lýsingar á nýjum rannsóknaraðferðum og óvæntum niðurstöðum; óleyst verkefni blasa þar við á hverri síðu. Mætti þessi bók verða mönnum öflug hvöt til að gefa náttúru Íslands meiri gaum en hingað til hefur verið. Gísli Gestsson. Ingiinar Erlendur SigurSsson: Hveitibrauðsdagar. Smásögur. 106 bls. Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Reykjavik 1961. etta smásagnasafn, er önnur bók Ingi- mars Erlends Sigurðssonar. Sú fyrri var Ijóðasafnið Sunnanhólmar, sem kom út fyrir 2 árum og vakti talsverða athygli. Þessar sögur Ingimars eru smásögur í orðsins fyllstu merkingu, því að höfundtir hefur valið þeim eitt hið knappasta og meitlaðasta form, sem unnt er. Hefur hann þannig sett sér erfitt verkefni til Úrlausnar, bæði i formi og stíl, og tekst misjafnlega að leysa það, en þó aldrei illa og er þá mikið sagt. Kannski er þetta einnig ástæðan fyrir því, að á stund- um verður heldur mjótt á munum milli sntásögu og prósaljóðs. — Svo fer t.d. um sögu þá, sem bókin heitir eftir, Hveiti- brauðsdagar. Hún getur tæpast talizt smá- saga, heldur impresjónistískt prósaljóð, þar sem höfundurinn reynir að tjá og túlka áhrif af einhverjum raunverulegum viðburði, á sem raunsæjastan hátt, án þess að fást um einstök smáatriði eða það sem ekki snertir beint kjarna máls- ins. Yfirleitt einkennir þessi viðleitni stíl Ingimars. Helzta sérkenni hans er breið- ur einfaldleiki, en stöku sinnum bregður fyrir svolitlum hátíðleik, sem þó verður látleysinu aldrei yfirsterkari, en bryddar það nokkrum glæsileik. Svo vill til, að sú af þessum sögum, sem mér finnst taka öðrum fram, er ein af þeim elztu, Rottuveiðar, samin árið 1955. Þar er lýst af mikilli skarpskyggni þeint sálaráhrifum, sem drengirnir verða fyrir, þegar þeir uppgötva, að pakkhús- maðurinn, sem hafði att þeim út i hið óhugnanlega rottudráp með því að heita þeim verðlaunum, var að gabba þá og spotta, og hafði mestu ánægjuna af að etja þeim sjálfum saman, sjá þá sjálfa veltast um í svaðinu. Hann var sjálfur ekki annað en rotta. Hér heldur höfundur svo vel og kunnáttusamlega á efni, sem honum er hugleikið, að lesandann hryllir við. Áhrifin verðá því óvenju sterk og skýr — og óhugnanleg, en fyrirbrigðið er engu ósannara fyrir það og geymist lif- andi í hugarfylgsnunum, og sé ég þá ekki betur en tilgangi höfundar sé náð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.