Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 43

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 43
FÉLAGSBRÉF 35 um að semja leikrit um Galdra-Lopt. Sú aðdáun, sem ljóð hans nutu, hafa að sjálfsögðu ekki dregið úr þessari löngun. En rit- höfundarferill á íslenzku var þá nánast fjarstæða, og víkur Hannes að þessu í grein, sem hann skrifar að gefnu tilefni í Fjallkonuna árið 1888. „Ég játa“, segir hann, „að íslenzkan er fagurt og ríkt mál og mjög merkilegt að mörgu leyti, og það er skylda hvers Islendings að halda henni í heiðri sem lifandi máli. . . . En samt sem áður blandast mér ekki hugur um, að það væri miklu betra fyrir hvern einstakling, sem til nokkurs er nýtur, að fæðast í stærri þjóð, með máli, sem milljónir skilja og tala. . . . Smáþjóða- mál er og verður eins konar munnkarfa“. Það er ekki laust við, að nokkurrar beiskju kenni í þessum orðum — eða á fremur að segja beiskrar hreinskilni? Það er þó síður en svo, að Hannes Hafstein hafi nokkru sinni orðið skáldskap afhuga. Nokkru eftir heimkomuna til íslands heldur hann fyrirlestur, þar sem hann kveður enn til hljóðs fyrir nýjar og þróttmeiri bókmenntir og á næstu áratugum yrkir hann mörg af stórbrotnustu kvæðum sínum. Sjálfur kann hann þó tíð- um að hafa fundið til þess að koma þar ekki enn meira í verk og getum vér því fremur harmað það með honum, sem öruggt er um, að mannslund hans mundi ávallt hafa forðað honum frá þeirri hættu að gera sér skáldlistina að ávana. En atgervi og glæsimennska vígðu Hannes Hafstein til stjórnmálaforustu og mundum vér nú vart geta hugsað oss, að öðru vísi hefði mátt til takast. Stærstu kvæði hans frá þessu tímabili, svo sem Landsýn og / hafísnum, opna mönnum útsýn af þeim sjónarhóli og verða því aðeins skilin til hlítar, að þaðan sé horft. Hið mikla minningarkvæði frá 17. júní 1911, Þagnið dœgurþras og rígur, fjallar ekki heldur nema öðrum þræði um foringjann mikla, Jón Sigurðsson. Mundi kvæðið ekki í enn fyllri skilningi geyma stjórnmálareynslu og pólitíska stefnuskrá höfundarins? Ekki þarf að fara í grafgötur um það, að maður með stórbrot- inni höfðingslund hefur oft þótzt undarlega settur mitt í stjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.