Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 61

Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 61
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, varð fyrst íslenzkra kvenna til að gera sér ritstörf að ævistarfi. Með því vann hún slíkt þrekvirki, eins og málum var háttað þá, að fyrir það eitt ætti nafn hennar að standa ómáanlegt í íslenzkri bókmennta- sögu. Hún var fædd á Kálfafellsstað 1845. Sautján ára hleypti hún heimdraganum og hóf mála- og hannyrðanám í Reykjavík. Síðan dvaldist hún í Höfn í sama skyni, var því næst á íslandi um skeið við heimiliskennslu og fleira. Hún giftist 1874 Jakob Hólm verzlunar- stjóra á Hólanesi, en missti hann ■eftir eins árs sambúð. Árið 1876 fluttist hún til Kanada og dvaldist þar til 1889, að hún hélt aftur til íslands og bjó í Reykja- vík til dauðadags. Hún andaðist úr spönsku veikinni 1918. Helztu ritverk Torfhildar Hólm •eru þessi: Brynjólfur bisku]) Sveinsson 1882 Sögur og ævintýri 1884 Smásögur handa börnum og ungl- ingum 1886 Kjartan og Guðrún 1886 Elding 1889 Högni og Ingibjörg 1889 Barnasögur 1890. Árið 1891 hóf Torfhildur útgáfu tímaritsins Draupnis og kom hann út til 1908. Þar birtust sögur hennar Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason ásamt margvíslegu öðru efni. Eru báðar þessar sögur stórvirki. Árið 1905 hóf hún svo út- gáfu annars tímarits, er hún nefndi Dvöl og kom út til 1917. Nokkur af ritum hennar hafa síðar verið endurprentuð. Um þessar mundir eru svo að koma út á vegum Almenna bókafé- lagsins Þjóðsögur og sagnir, sem lnin safnaði og skráði fyrstu ár sín vestanhafs, og hefur dr. Finnur Sig- mundsson annazt þá útgáfu. Er sú bók að vissu leyti eitt af merkustu rit- um hennar fyrir nútímann, því að allar þessar sagnir hefur hún skráð eftir munnlegum heimildum, og þó að sumt, sem þar er að finna, komi kunnuglega fyrir sjónir, og annað megi e.t.v. kallast lítilvægt, er þar fjölmargt áður óþekkt og merkilegt í þjóðsagnafræðum. Rithöfundarbraut Torfhildar

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.