Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 61

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 61
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, varð fyrst íslenzkra kvenna til að gera sér ritstörf að ævistarfi. Með því vann hún slíkt þrekvirki, eins og málum var háttað þá, að fyrir það eitt ætti nafn hennar að standa ómáanlegt í íslenzkri bókmennta- sögu. Hún var fædd á Kálfafellsstað 1845. Sautján ára hleypti hún heimdraganum og hóf mála- og hannyrðanám í Reykjavík. Síðan dvaldist hún í Höfn í sama skyni, var því næst á íslandi um skeið við heimiliskennslu og fleira. Hún giftist 1874 Jakob Hólm verzlunar- stjóra á Hólanesi, en missti hann ■eftir eins árs sambúð. Árið 1876 fluttist hún til Kanada og dvaldist þar til 1889, að hún hélt aftur til íslands og bjó í Reykja- vík til dauðadags. Hún andaðist úr spönsku veikinni 1918. Helztu ritverk Torfhildar Hólm •eru þessi: Brynjólfur bisku]) Sveinsson 1882 Sögur og ævintýri 1884 Smásögur handa börnum og ungl- ingum 1886 Kjartan og Guðrún 1886 Elding 1889 Högni og Ingibjörg 1889 Barnasögur 1890. Árið 1891 hóf Torfhildur útgáfu tímaritsins Draupnis og kom hann út til 1908. Þar birtust sögur hennar Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason ásamt margvíslegu öðru efni. Eru báðar þessar sögur stórvirki. Árið 1905 hóf hún svo út- gáfu annars tímarits, er hún nefndi Dvöl og kom út til 1917. Nokkur af ritum hennar hafa síðar verið endurprentuð. Um þessar mundir eru svo að koma út á vegum Almenna bókafé- lagsins Þjóðsögur og sagnir, sem lnin safnaði og skráði fyrstu ár sín vestanhafs, og hefur dr. Finnur Sig- mundsson annazt þá útgáfu. Er sú bók að vissu leyti eitt af merkustu rit- um hennar fyrir nútímann, því að allar þessar sagnir hefur hún skráð eftir munnlegum heimildum, og þó að sumt, sem þar er að finna, komi kunnuglega fyrir sjónir, og annað megi e.t.v. kallast lítilvægt, er þar fjölmargt áður óþekkt og merkilegt í þjóðsagnafræðum. Rithöfundarbraut Torfhildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.