Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 55

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 55
FÉLAGSBRÉF 47 „Já, ég fer til Kaupmannahafnar“, sagði Kristín. „Ég skil ekkert í þér, að þú skulir vilja vera að fara þetta út í óvissuna“, sagði húsmóðirin. „Þér líður þó fullvel hér, og þú veizt hverju þú sleppir, en ekki hvað þú hreppir.“ „Uss jú, þar eru allir svo nettir og þægilegir. Þar geta allir haft það svo gott. Vitið þið bara hvað? Þar eru böll á hverjum degi, sem allir geta komizt inn á, stúlkurnar fyrir ekki neitt, því herrarnir eru allir svo kavaljermessugir. Ó, og þar er svo margt fallegt að sjá og heyra. Hér er allt svo leiðinlegt. Já, það segi ég satt, það er eins gott að vera „pía“ þar eins og frú hér, að öllu leyti.“ „Hvað mun þá að verða frú þar“, sagði vinnukonan sem hnippt hafði. Kristín ræskti sig blíðlega, og setti upp alvörusvip. „En mér finnst nú eiga hetur við“, sagði húsmóðirin, „að ungu stúlkurnar séu ekki að fara úr landinu til að gifta sig, ekki sízt, ef þeim kynnu að bjóðast fullhressilegir brúðgumar án þess.“ „Já það er ljóta níðið, hvernig þær eru farnar að láta flytja sig út með haustskipunum, eins og salt kjöt“, sagði búðarmaðurinn. „Eins og hross og kindur“, bætti Bárðdælingurinn við. „Mér er víst sama, hvað þið segið“, sagði Kristín. „Eg fer af því mig langar til þess og af því ég veit, hvernig er að vera þar.“ „Hefurðu skoðað vel ofan á kaffibollann þinn seinustu dagana, hefurðu ekki séð neitt synda þar og staðnæmast í miðjum bollanum?“ sagði Sæunn gamla og drap tittlinga framan í Kristínu. „Ég gef ekki um neina íslenzka korgbiðla“, sagði Kristín. „En þessar haustferðir, heillin mín góða, mundu eftir, að nú er allra veðra von úr þessu; ef þú værir mín dóttir, Kristín, þá mundi ég að minnsta kosti láta þig bíða vorsins. En það leggst nú einhvern veginn í mig að það muni ekki koma til. Ég er ekki svo slök spákona, og ég spái því, að það muni eitthvað koma fyrir þig svoleiðis, sannaðu til, góða.“ „Nei, ég fer nú með Gránu held ég; ég er búin að tala við Peterscn kaptein, það er víst ómögulegt að breyta því.“ Það varð dálítil þögn. Magnús hafði hlustað á með mestu athygli og var smám saman orðinn skolli öruggur, af því að heyra, hvernig frænka hans talaði. Hann rétti dálítið úr sér, gaut hornauga upp til hattsins,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.