Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 56

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 56
48 FÉLAGSBRÉF og svo til Kristínar, kímdi ögn, og sagði: „Svo-o“, og rak síðan upp hlátur mikinn úr eins ’manns hljóði. — Eftir dálitla stund var komið inn með púns, og farið að dansa. En áður en byrjað var, kom fólkið sér saman um að ríða suðrí Fjörð næsta sunnudag, og þegar farið var að tala um hestavandræðin, hvíslaði Magnús að Kristínu, að hún gæti fengið hann Gráskjóna sinn, og gat þess um leið, að enginn kvenmaður hefði komið honum á bak. „Það var „pent“ af yður, en er hann þá ekki ólmur? ætli ég detti ekki af baki?“ „Ég passa folann,“ sagði Magnús. Svo byrjaði ,,ballið“ og gekk liðlega. Drýgstur var búðarmaðurinn að dansa. Hann dansaði oftast með aðra liöndina lausa, og söng á meðan: Vil du valse med mig saa kysser jeg dig. Hinir gerðu það sem þeir gátu. Stúlkan úr eldhúsinu kom inn líka, og sættust þau Magnús á málið, að hún hafði svikið hann og sagt til hans, en hann klipið hana. Magnús náði tali frænku sinnar og sagðíst heyra á henni, að hún mundi vita eitthvað um þá sönnu ástæðu fyrir burtför Kristínar, þá sömu sem hann hafði fundið á leiðinni suðureftir, að hún mundi vera að flýja, af því að hún örvænti um sig. Sæunn var reyndar ekki vel trúuð á það og þótti hitt líklegra, að það mundi vera eitthvað milli Madsens og hennar, en gaf Magnúsi þó beztu vonir og sagðist skyldi hjálpa honum af fremsta megni, en bað hann þess lengstra orðanna að leggja sig þá duglega eftir henni um kveldið og dansa sem mest við liana; það væri alltaf vissasta ráðið, sagði hún. Magnús lét sér þetta að kenningu verða og bar sig að vera þar alllaf nálægt, sem Kristín var, og bjóða henni upp þegar hann gat komizt að, og engri annarri. Sæunn sat á stól og horfði á, með óvanalega breiðu ánægjubrosi, og tók Kristínu við' og við á eintal og fór líka með hana fram og gaf henni að smakka úr hálfflösku af góðu víni, sem hún hafði, en bar ekki fram, af því það var svo lítið. En hún Kristín sín yrði að hragða það, sagði hún. Kristín hafði verið hálfspotzk við Magnús fyrst, þegar hann var að’ stíga ofan á tærnar á henni og standa við og tvístíga, til þess að komast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.