Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 58

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 58
50 FÉLAGSBRÉF „Ósköp er að sjá, hvernig þér hafið hattinn, rignir ekki framan í yður?“ sagði Kristín loksins. „Jú“, sagði Magnús, og færði þegar hattinn niðrí mitt enni. Svo þögðu þau aftur. „Hvernig skemmtuð þér yður í kveld?“ spurði Kristín. „Dæmalaust vel.“ Kristín tók fastara um handlegg Magnúsar og gekk fast við hann. Hann var í standandi vandræðum. Nú var annaðhvort að hrökkva eða stökkva, duga eða drepast. Hann var sannfærður um, að hún væri eins skotin í sér, og honum hafði verið sagt, en að finna orð til þess að segja henni frá sínu ástandi, með öðrum orðum biðja hennar, það var ekki svo hægur vandi. Hann var að smá-opna munninn, og mynda hann til, en ekkert hljóð kom. Loksins kom eins og út úr tómri tunnu: „Kristín, ef nokkuð gengur að þér, þá ætla ég að segja þér, að ég er líka, ekki minni. ...“ „Hvað eruð þér að segja“, sagði Kristín og hrökk frá honum. „Nei, nei, nei, nei,“ flýtti Magnús sér að segja, og dró hana aftur nær sér. „Það var bara viðvíkjandi honum Gráskjóna ofboðlítið.“ „Nú, kannski þér tímið ekki að lána mér hann?“ „Jú, jú, jú, jú, hann og allt sem ég á, og sjálfan mig — gefa meina ég.“ Hann varð dauðhræddur, þegar þetta var komið út úr honum, og hélt að Kristín mundi stökkva frá sér. En hún var grafkyrr, dró djúpt andann, svo að brjóstið á henni lagðist upp að handleggnum á honum, og brosti blíðlega. Svo gengu þau bæði þegjandi um hríð, Magnús með ákafan hjartslátt og í óðaönn að leita að einhverju til að segja. Allt í einu hallaði hún sér upp að honum, benti upp í himininn og sagði með mjúkum róm: „Nei, sjáið þér, þarna er þá hlessað tunglið, og skín þarna á himn- inum þrátt fyrir regnið! Er það ekki yndislegt. Ó hvað það er skáldlegt, hm!“ Magnús lagði höndina um mittið á henni, og ætlaði að fara að tala. „Viltu. ...“ Hún greip frammí fyrir honum: „Ó heyrið þér, er ekki tunglið ímynd þeirrar birtu, sem ljómar stundum í lífinu, þegar dimmast er og tárin falla tíðast?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.