Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 54

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 54
46 FÉLAGSBRÉF inn. „A'S þú skyldir ekki heldur taka einn hjá okkur, úr því þú fékkst þér hatt á arinað borð, t. d. pípuhatt.“ Stúlkurnar skelltu upp úr nema Kristín. „Já, það segi ég satt“, sagði hún, „í Kaupmannahöfn ganga allir „penir“ herrar með pípuhatt, það veit ég, að minnsta kosti á sunnu- dögunum. Uff, ég get ekki liðið þessa brennivínskúfa.“ „Þeir gera sitt gagn í regni“, sagði annar Möðruvellingurinn. „Það er eins og mig minni, að ég sæi hann Madsen beyki með einn svona“, sagði búðarmaðurinn. „Þú ert þó ekki að herma eftir honum, Magnús?“ „Uss hann gekk alltaf með silkihúfu hvundag, og pípuhatt á sunnu- dögunum“, sagði Kristin. „En hann var líka „pen“ maður.“ Magnús stóð enn, og var alltaf að brjóta heilann um, hvað hann ætti að segja. Þegar Madsen var nefndur, horfði hann fast á Kristínu, og augun urðu næstum því kringlótt, en Jægar hann sá, að hún roðnaði ekki, þó að hann væri nefndur, létti honum mikið, og loksins fannst honum við eiga að reka upp hlátur, og sagði „pípuhatt!“ Síðan hengdi hann hattinn upp á snaga og fór að drekka, en Bárðdælingurinn tók hattinn og skoðaði hann í krók og kring og endurtók setninguna um, að hann „gerði sitt gagn í regni“, setti hann upp, og sagðist ekki vera alveg frá því að fá sér ef til vildi einn svona, eða líkan. „Það var gott að þér komuð, Magnús“, sagði Kristín. „Þá getum við byrjað að dansa bráðum.“ „Alltaf vill þetta kvenfólk vera að dansa og tralla“, sagði búðar- maðurinn. „Mér finnst nú alltaf svo vel til fallið, að unga fólkið lyfti sér upp“, sagði húsfreyjan, „og dansinn er þó alltaf saklausasta skemmtunin.“ „Þá er munur að ríða út, t. d. suðrí Fjörð eða út að kirkju, finnst ykkur það ekki líka stúlkur?“ Ein vinnukonan hnippti í þá, sem við hliðina á henni sat; hún laut niður, brá vasaklútnum fyrir andlitið á sér, og hló óvart út um nefið. „Átti ég ekki á því von“, sagði búðarmaðurinn. „Þér Kristín megið absolút til með að fá yður einn fjörugan enn þá áður en þér farið. En það er satt, þér svöruðuð mér aldrei upp á það, hvort það væri alveg víst, að við misstum yður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.