Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 34
30 FÉLAGSBRÉF lætisskáldið af þeirri kynslóð, sem næst fór á undan Hannesi Hafstein, var Kristján Jónsson, Fjallaskáld. Um margt var hann merkilegt og gáfað skáld, en það var dapurleg • lífskoðun, hinn dimmi grafartónn, sem átti greiðastan veg að hjarta fólksins. „Líf- ið allt er blóðrás og logandi und“ mætti vel vera einkunnarorð þessa tímabils og það var ekki árennilegt að ætla sér að kveða niður slíka bölsýnisvofu, sem orðin var jafnföst í sessi. Samt virð- ist sem hið unga skáld Hannes Hafstein hafi frá öndverðu verið staðráðinn í því, og það varð upp frá þessu sögulegt hlutverk hans að gera það. III Skylt er að játa, að um sumt voru ytri örlög Hannesi Hafstein hliðholl til þessara hluta. Ætla má með vissu, að hann hefði aldrei komizt hjá því að verða skáld, hvernig sem til hefði tekizt fyrir honum að öðru leyti, en hitt er álitamál, hversu hollt honum hefði orðið, jafnungum manni með óvenjuörar tilfinningar, að lifa vaxt- arskeið sitt í mjög þröngu nábýli við örþreytt og úrræðalaust þjóðfélag. Að minnsta kosti hefði það orðið lífsfögnuði hans og bjartsýni talsverð þrekraun. Nú var honum þess í stað opin leið til sýnu glaðara og menningarlegra umhverfis og gat horft þaðan fram á nokkur áhyggjulítil ár í hópi skáldbræðra og sálufélaga. Hannes Hafstein er á 19. ári, þegar hann kemur til Kaupmanna- hafnar og hann hefði ekki getað sótt betur að í annan tíma. Fyrir tíu árum hafði Georg Brandes tekið að flytja fyrirlestra sína við Háskólann um meginstrauma í bókmenntum 19. aldar og stofn- að þar til róttæks endurmats á öllum viðhorfum til lífs og lista, skáldskapar, trúar, siðfræði og þjóðfélagsmála. Enginn einn mað- ur á Norðurlöndum hafði áður komið slíku róti á hugi fólks, kenningar hans skiptu mönnum í öndverðar fylkingar, og með andlegri djörfung og töfrandi persónuleika kveikti hann hjá hin- um ungu menntamönnum, sem flykktust um ræðustól hans, meiri eldmóð en dæmi voru til svo norðarlega á hnettinum. I þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.