Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF 41 legar en áður og vingsaði handleggjunum meira, og hafði nú spánnýjan, mjög harðastóran hatt á höfðinu, aftan í hnakkanum eins og sjómönnum er títt. Hann hafði lengi langað til að eignast svona hatt til þess að sýna það svart á hvítu, hvort hann var ekki maður með mönnum, og livenær þurfti hann að sýna það. cf ekki nú. Þess vegna hafði hann þegar gripið tækifærið, þegar hamingjan hlés honum í hrjóst, að taka hatt út í reikn- inginn. Það var reyndar búið að loka búðum, svo hann hafði orðið að sækja Eyjúlf búðarmann vin sinn upp á Bauk til að opna -— Magnús lofaði honum 5 glösum af púnsi fyrir ómakið — og hann hafði orðið að fara til faktorsins að fá lykilinn, og allt þetta hafði tekið tíma. En það hafði haft sín áhrif, nú leit hann allt öðruvísi á málið, eftir að hann fékk hattinn, og þegar hann var kominn dálítið suður fyrir spítalann, tók hann liann af sér, strauk hann brosandi með erminni og setti hann aftur betur ú sig, alveg aftur í hársrætur. Nú var hann ekki svo smeykur um, að þeir væru margir slei]iari en hann. Þetta var í rauninni enginn vandi. Það var eiginlega hún, sem var bráðskotin í honum, og það að minnsta kosti fyrr en hann í henni, eftir því sem Eyjúlfur búðarmaður hafði sagt hon- um kveldið góða, og liann fann enga ástæðu til að rengja Eyjúlf, sem þekkti hana svo vel. Hann mundi eflir því kveldi. Það var ekki nema rúm vika síðan; þeir höfðu setið saman í litlu stofunni á Bauk, og hafði Magnús verið að gefa honum púns. Hann hafði þá enn ekkert af ástum að segja, því hann hafði verið Kristínu samtíða á Akureyri allt sumarið svo, að hann hafði ekki fundið til neins óvanalegs. Hafði hann nú gaman af að láta Eyjúlf segja sér allrahanda. Meðal annars sem á góma bar liafði Magnús svo farið að nudda honum um nasir, að það væri víst eitt- hvað á milli Kristínar og hans, því hann hafði séð þau í einhverju flangsi uppi á ullarlofti um morguninn. „Nei, það er nú annar sem hún hefur hugann við, Magnús minn“, hafði hann þá sagt svo undarlega alvarlegur í málrómnum allt í einu; síðan gjörði hann ekki annað það sem eftir var kvelds en að útmála þá fjarskalegu ást, sem hún hefði á þessum manni, og hvað hún tæki sér kulda hans nærri, og hvernig hún ekki væri alveg með sjálfri sér út úr þessu öllu saman, og loksins trúði hann Magnúsi fyrir, að þessi maður, sem hún elskaði svona, væri hann sjálfur, Magnús. Alla nóttina dreymdi hann svo Kristínu, daginn eftir sá hann, hvað lnin var dæmalaust falleg, og daginn J)ar á eftir var hann orðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.