Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 57

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 57
FÉLAGSBRÉF 49 í takt, en það smámildaðist úr henni, því hann vann sitt verk með svo kristilegri þolinmæði, og gleðin skein svo út úr honum, að henni hitnaði af því um hjartaræturnar, þó að hann segði reyndar ekki mikið annað en einu sinni eitthvað um gráskjótta folann, að það væri karl, sem væri liprari í löppunum en hann. En þaS er ekki alltaf heppilegast að tala svo mikið undir þeim kringumstæðum, heldur færa sig upp á skaftið svona hinseginn. Vínið hjálpaði ef til vill nokkuð og orð Sæunnar gömlu líka, þó að' hún segði ekkert beinlínis, og þeim kom saman um það undir rós, Sæunni og henni, að Magnús væri einna álitlegastur og Iang- þreklegastur af karlmönnunum sem inni væru. Þegar fram í sótti fór hún að verða blíðlegri og blíðlegri við hann, gefa honum hlýtt auga, koma til hans, fá hann í dans og setjast hjá honurn, og þegar hún sagði eitthvað, hló hann alltaf og sagði já og amen. Hann var í sjöunda himni og hugsaði með sér: „Rétt mun það hafa verið þó, sem ég sagði frænku Aumingja blessuð stúlkan. En bráðum skal ég gjöra allt gott.“ Kristín þurfti að fara heim klukkan liðlega ellefu; hafði hún lofað því luisbændum sínum úti í bænum og sagðist ómögulega þora annað, enda þyrfti hún að venja sig á pössunarsemi, ef hún ætti að koma sér vel í Kaupmannahöfn. Hinu fólkinu þótti of snemmt að hætta, enda kvaðst Sæunn ekki sleppa því; ætlaði Kristín þess vegna að fara ein. En þegar út var litið, var komið húðar dynjandi hrakveður og myrkur, og sagðist Sæunn því heldur ekki sleppa Kristínu nema einhver karlmannanna fylgdi henni og ábyrgðist hana og fyndist sér þá hann Magnús hafa bezt beinin til þess. Hann varð himinlifandi, eins og gefur að skilja, stökk upp og tók stóra hattinn, og flýtti sér svo, að hann gleymdi hreint að kveðja. „Nú gerir hatturinn sitt gagn“, sagði Bárðdælingurinn, „þvílík steypa!“ Sæunn stóð úti í dyrunum, þegar þau fóru, óskaði þeim lukkulegrar ferðar og að hún sæi þau bæði glöð á morgun; síðan kallaði hún til Magnúsar, hvort hann ætlaði ekki einu sinni að styðja stúlkuna í þessu veðri, og hætti ekki, fyrr en þau tóku saman handleggjum. Síðan fór hún inn og var mjög ánægð, fékk sér eitt aukaglas og hafði orð á því við gestina, að það mundi ekki verða mikið úr þessari siglingu Kristínar, sér segði svo hugur um. Magnús og Kristín gengu þegjandi fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.