Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 33

Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 33
FÉLAGSBRÉF 29 mætti jafna honum saman við Aþenu, sem stökk fullvaxin og al- brynjuð, fögur og aflmikil úr höfði Seifs, föður síns.“ Hann hef- ur orðið stúdent aðeins 18 ára gamall og í líkan mund yrkir hann hið fræga ljóð sitt, Ástarjátningu til íslands. „Ég elska þig bæði sem móður og mey, sem mögur og ástfanginn drengur", eru upphafsorð kvæðisins, en því lýkur með þessari spámannlegu heitstrengingu: Ef verð ég að manni og veiti það sá, sem vald hefur tíða og þjóða, að eitthvað ég megni, sem lið má þér Ijá, þótt lítið ég hafi að hjóða, þá legg ég að föngum mitt líf við þitt mál, livern Ijóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta og sál. Mér er til efs að nokkurt skáld annað hafi kvatt sér hljóðs og ávarpað þjóð sína með hugðnæmari hætti að upphafi skáldferils, og tvímælalaust er Hannes Hafstein einn um þann frama að hafa gerzt þjóðskáld aðeins tvítugur að aldri. II Hið ríka bergmál, sem karlmannleg og jafnvel ofdirfskufull æskuljóð Hannesar Hafsteins fundu með þjóðinni, mætti virðast með ólíkindum, þegar litið er til þess, hvernig þá var umhorfs í íslenzku samfélagi. Árferðið var eitt hið harðneskjulegasta, sem þekkzt hafði í langan aldur, um breiðar byggðir herjaði örbirgð og skortur, menn voru jafnvel teknir að örvænta um það, að nokkru sinni mundi úr rætast, og flótti vestur um haf var mörgum hin eina von, enda horfði um skeið til landauðnar. Þessar ömulegu staðreyndir spegluðust glögglega í andlegu viðhorfi fólksins. Enn sem fyrr leitaði það sér athvarfs í ljóðum góðskálda, en það voru ekki endilega hin ágætustu kvæði þeirra, sem bezt fullnægðu þörf þjóðarinnar og lögðu henni bundna hugsun á tungu, heldur um- fram allt þau ljóðin, sem rúmuðu átakanlegast vonleysi. Eftir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.