Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 64

Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 64
56 FÉLAGSBRÉF Hún undi því illa og kom ekki dúr á auga hennar. Var hún jafnan að klifa á þessu: „Augað’ mitt í þúfunni.“ Fyrst hélt fólk, að hún væri gengin frá vitinu, en síðan fór það að ganga á hana. Sagði hún þá frá, hvar barnið var. Það var síðan sótt, og var það vel lifandi. Var það alið upp þar á bænum. Þess gœtir ekki, Mundi minn, í svo mikilli mjólk. Sögn Sigríðar Jónsdóttur frá Vogum. Einhverju sinni var fjölkunnugur maður ástfanginn í vinnukonu á öðrum bæ. Hún vildi ekki eiga hann, en var hrædd við fjölkynngi hans, svo hún vildi reyna að hafa hann góðan. Bar þá svo til, að hann kom á kvíagarðinn, þegar hún var að mjólka ærnar. Bauð hún honum að drekka lyst sína úr skjólunni, og gjörði hann það, og var þá gott borð á henni. Tók hún síðan skjóluna og pissaði í hana til að fylla í skarðið. Honum þótti þetta ljótar aðfarir og fór að setja ofan í við hana. Þá svaraði hún: „Þess gætir ekki, Mundi minn, í svo mikilli mjólk.“ Ofbauð honum þá svo mjög subbuskapur hennar, að hann varð henni öldungis fráhverfur. Já. já, fór það þá til svona. Sögn Jóhunns Kristjúnssonur. Fyrir 50—60 árum bjuggu hjón nokkur á Stróu-Gröf í Skagafirði. Ein- hverju sinni fóru þau ásamt öðru fólki til kirkju. Voru ekki aðrir heima en gömul niðursetukerling, tveir eða þrír drengir og piltur um tvítugt, Pétur Samsonarson að nafni, sem síðar varð merkur maður í Skagafirði. Kerlingin var elliær orðin og farið að förlast minni og skilningur. Hún átti bæli á skák- palli utan til í baðstofunni. Nú er það af þeim að segja, er heima voru, að Pétur tekur þriggja pela flösku af brennivíni, sem hann átti, og gefðu kerlingu að drekka úr henni svo sem hún vildi. Eftir það fer hann ofan, en kerling, sem var óvön vín- drykkju, fór að sofa. I bæjardyrunum héngu ýsur, sem voru farnar að úldna ofurlítið. Pétur skefur af þeim hreistrið, fer með það upp og límir það á lang- bönd og sperrur uppi yfir ker'litigu. Síðan byrgir hann hverja smugu, svo að niðamyrkur verður í baðstofunni. Meðan á öllu þessu stóð, svaf kerling vært. Eftir það kyndir hann hægan eld undir palli kerlingar og feggur þar á horit, ullarlagða, tuskur og annað, sem hann vissi að lyktaði illa. Þegar nægilega mikill reykur var kominn, gjörði Pétur svo mikinn hávaða, að kerling vakn- aði og tók þegar að hósta. Var lnin nokkuð rugluð í höfði af víni og vaknar

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.