Félagsbréf - 01.03.1962, Blaðsíða 22
18
FÉLAGSBRÉF
Á þessum tímum, þegar Hannes hafði lokið námi, var ekki blóm-
legt um að litast hér á landi. Áratugurinn 1880—90 hafði verið
hinn versti á öldinni og gert þúsundir manna landflótta. Fæstir
íbúar hinnar glæsilegu Reykjavíkur vorra tíma munu gera sér ljósf,
hvers konar lífskjör hinar 3500 sálir, sem þá bjuggu hér, áttu
allflestar við að búa. — Þrjú næstu árin vann Hannes mest að
fræðistörfum og kennslu og lagði hart að sér, en árið 1891 réðst
hann í að kaupa elzta blað landsins, Þjóðólf, fyrir allhátt verð,
og gerðist ritstjóri þess, og tókst á næstu tveim árum að greiða
andvirðið. Þjóðólf gaf Hannes út samfleytt í 18 ár og taldi jafnan
síðar það tímabil hið þróttmesta í ævi sinni. Þjóðólfur var á þessu
tímabili annað aðalskautið í íslenzkri þjóðmálabaráttu, en hitt var
Isafold, með Björn ritstjóra í broddi fylkingar, en milli þessara
höfuðmálgagna stóðu oftast þrumur og magnaðar eldingar. Þannig
var Hannes kominn inn í stjórnmálaeldinn. Hann sat alls á 7
þingum sem fulltrúi Árnesinga, og á tveim hinum síðustu var hann
forseti neðri deildar.
Stjórnmálabarátta Hannesar er saga út af fyrir sig, sem hér skal
ekki rakin. En eitt skal þó nefnt, að ræða sú er Hannes flutti á al-
þingi hinn 26. júlí 1902 um stjórnarskrármálið, sýnir gleggst, að
í þeim efnum hugsaði hann flestum bæði hærra og lengra. Hann
fylgdi jafnan fast að málum Benedikt gamla Sveinssyni, meðan
hans naut við, en hann hafði tekið við hinni stjórnmálalegu erfða-
skrá Jóns Sigurðssonar. Samfylgd Benedikts sýslumanns launaði
Hannes með því að rita ævisögu hans árið eftir að Benedikt dó,
og var hún prentuð í Andvara aldamótaárið.
Einn traustasti styrktarmaður og velunnari Hannesar á náms-
árum hans og síðar var hinn ágæti lærdómsmaður Jón Pétursson,
dómstjóri við landsyfirréttinn, sem eins og Hannes var búinn náð-
argáfu á sviði ættfræði og hafði á árunum 1869—’73 gefið út hið
eina tímarit hér á landi, sem eingöngu hefur verið helgað ættfræðú
.1 litlum bæ, eins og Reykjavík, hlutu þessir menn, þrátt fyrir ald-
ursmun, að dragast hvor að öðrum eins og járn og segull, enda