Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 14

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 14
10 F É L A G S B R É F nema um einar tvær þúsundir, en frá 1821 til 1833 um fimm þús- undir. Auðsætt er, að þessi góðæriskafli hafði glætt bjartsýni sumra þeirra manna, sem þá voru að vaxa upp, gefið þeim trú á, að svo mundi halda áfram og þjóðin fara að réttast úr kútnum. En til voru aðrir menn, eldri og reyndari, sem töldu þessa fjölgun var- hugaverða og jafnvel ískyggilega. Einmitt sama ár sem Tómas Sæmundsson fór lieim til íslands, kom út í Kaupmannahöfn dálítill bæklingur á dönsku: Om Is- lands Folkemængde og oekonomiske Tilstand (Um mannfjölda ís- lands og efnahag). Höfundur var Bjarni Thorsteinsson, amtmaður á Vesturlandi, einn vitrasti og virtasti Islendingur um sína daga. Hann ber í þessu riti upp tvær spurningar: Getur ísland framfleytt þeim mannfjölda, sem nú er í landinu? Er æskilegt, að þjóðinni fjölgi nreir en þegar er orðið? Fyrri spurningunni svarar hann játandi, og þó með allri varúð. En þeirri síðari treystir hann sér ekki til að svara öðru vísi en neitandi. Meiri fólksfjölgun verði að minnsta kosti að gerast mjög hægt, ef vel eigi að fara. Bjarni Thorsteinsson reisir þessar niðurstöður sínar á rækileg- um athugunum á bjargræðisvegum þjóðarinnar. Hann getur þess, að um akuryrkju sé ekki að ræða á íslandi og þar geti varla þróazt neinn iðnaður. Um fiskveiðarnar bendir hann meðal annars á, að aflabrögð séu stopul og gæftir misjafnar, en landlegurnar leiði af sér ýmiss konar spillingu, svall og ómennsku. Undir landbúnað- inum telur hann langmest komið, enda höfðu hel/.tu framfarir undanfarinna ára verið fjölgun sauðfénaðar. En dýrkeypt reynsla sýndi, að sauðféð, sem allt of víða var sett á guð og gaddinn, var ótryggur bústofn, undir eins og harðnaði í ári. Eina landið, sem átti að heita ræktað, fyrir utan fáeina kálgarða, voru þýfðir tún- kragar kringum bæina. Taðan var ekki meiri en þurfti handa kún- um, og þeim hafði fækkað til muna frá því sem verið hafði um 1700. En Bjarni Thorsteinsson lætur sumt kyrrt liggja í þessu riti, sem vita má, að fyrir honum hefur vakað. Hann tekur reyndar fram, að engar horfur séu á því, að íslend- ingar verði þess um komnir að reka sjálfir verzlun. Iin hann leiðir hjá sér að lýsa verzlunarástandinu, eins og það var. Um það efni varð háttsettur konunglegur embættismaður að tala varlega, og auk þess sat Bjarni einmitt 1834 í nefnd, sem átti að athuga þetta mál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.