Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 15
FÉLAGSBRÉF
11
En það lá í augum uppi, að þótt hin rígbundna einokun hefði
verið afnumin — eins og jafnvel síðar, eftir að verzlunin var gefin
alveg frjáls að lögum, — var veldi hinna dönsku selstöðukaupmanna
eitt af því, sem stóð efnalegri viðreisn þjóðarinnar mest fyrir þrifum.
Verzlunin var bæði vond, og allur arður af henni var fluttur úr
landinu.
Árið 1703 voru íslendingar 50 þúsundir. Á átjándu öldinni
fækkaði þeim ýmist langt niður fyrir þá tölu, allt niður í hér um
bil 34 þúsundir, eða fjölgaði aftur, þegar svíaði til. Eftir móðu-
harðindin og fleira, sem þá dundi yfir, var tala landsmanna árið
1787 undir 39 þúsundum. Nú var Bjarni Thorsteinsson fæddur
1781 og í Skaftafellssýslu, sem liarðast var leikin. Sumar þær liörm-
ungar máttu vera honum í barnsminni og frásagnir af þeim öllum
mjög hugstæðar. Var ekki eðlilegt að álykta af sögu átjándu aldar,
að hvenær sem mannfjöldinn næði 50 þúsundum gæti verið vá
fyrir dyrum, hvað þá ef hann yrði meiri en þær 54 þúsundir, sem
nú voru í landinu? Til hvers var að fjölga fólkinu úr hófi fram,
ef afleiðingin yrði því meiri mannfellir þess á inilli?
Loks leynir það sér ekki, að Bjarni amtmaður og fleiri mætir
samtíðarmenn hans voru ekki einungis vantrúaðir á afkomuskil-
yrði íslendinga, heldur á þjóðina sjálfa. Þótt svo ætti að heita, að
fólk væri nú hætt að falla af hor og harðrétti, eimdi margvíslega
eftir af áhrifum hallæranna á heilsufar og táp, dugnað og framtaks-
serni, enda svalt fólkið enn oft og einatt hálfu hungri. Hætt var
við, að ónytjungum og alls konar vanmetalýð mundi fjölga rneir
að tiltölu en hinum, sem vildu bjarga sér og gátu bjargað sér.
Einstaka „yngri mönnum fannst amtmaður of bölsýnn í riti sínu,
einkum á framtíð fiskveiðanna, sem gætu orðið öruggari og arð-
vænlegri, ef þiljubátar kæmu í stað opinna báta. En reynslan sýndi,
að gagngerðar breytingar á útgerðinni áttu langt í land. íslendinga
skorti bæði fé til þess að afla sér betri skipa og kunnáttu að far'a
með þau, og þeir voru fortryggnir á allar nýjungar.
Svo aðdáanleg sem framsókn þjóðarinnar var að sumu leyti á
nítjándu öldinni, kom árangurinn fyrir efnahag hennar og lífs-
kjör raunalega hægt og seint. Öldin var oft og einatt hörð, þótt
með rninni ósköpum væri en hin átjánda. Það fór líka svo, að hin
öra mannfjölgun, sem Bjarni Thorsteinsson óttaðist, hélt ekki