Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 20

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 20
16 FÉLAGSBRÉF og sjálfsforræði þurftu að haldast í hendur. Án frelsis gat þjóðin ekki haft svigrúm til þess að rétta við efnalega. Án traustari efna- hags gat hún ekki varðveitt þetta frelsi. Jóni var fullkunnugt um fátækt landsins. Skuldaskilin við Dani voru honum að vísu rétt- lætismál. En hann taldi þessar afborganir líka nauðsynlegar fyrst í stað, eftir að þjóðin hefði fengið fjárforráð. Sumum samherjum hans, sem hið pólitíska sjálfstæði var fyrir öllu, fannst hann jafnvel ■með þverlyndi sínu í fjárhagsmálinu vera að tefla sjálfstæðismál- inu í voða og þótti þetta þref um peninga slíkum manni varla samboðið. En fyrir þessu má sízt af öllu gleyma, — og síðari kynslóðum er ef til vill erfitt að skilja það til hlítar, — hvílíka tröllatrú, hvílíkan ofurhug og óbilandi bjartsýni þurfti til þess að hefja þá sjálfstæðis- baráttu, sem Jón hóf 1840 og háði síðan undansláttarlaust alla ævi, eins og högum íslands var þá háttað, almenningur svefnþungur og æðstu menn þjóðarinnar íhaldssamir. Jón Sigurðsson var ekki minni skapmaður en Tómas frændi hans, þótt hann stillti skapi sínu betur, ekki minni sjáandi, þótt liann flíkaði sjaldan draumum sínum. Víst var hann þrautseigur. En jafnframt er yfir persónu hans og öllum lífsferli bjarmi þess leiðtoga, sem veit, að hann er kallaður og kjörinn af forsjóninni til þess að vísa þjóð sinni veg- inn út úr eyðimörkinni. Eg skal einungis minna á eitt dæmi þess, hvernig Jón Sigurðs- son gat komizt að orði, þegar hann einstöku sinnum leyfði sér að vera jafnstórorður sem hann var stórhuga, enda ekki ástæðulaust að rifja það upp við þetta tækifæri. Einum sjö árum eftir að Bréf Tómasar birtist í Fjölni, skrifar Jón Um skóla á íslandi í Ný félags- rit (1842) og ber þar fram hugmyndina um þjóðskóla. Þar standa þessi eftirminnilegu orð: „Vér eigum að hefja hugann hátt (auð- kennt af Jóni) og sýna dugnað vorn og ættarmegin það, sem vér ættum að hafa frá enum frægu forfeðrum vorum, í því að sigra allar þær hindranir, sem sigraðar verða með afli auðs og kunn- áttu.“ Þetta er mælt til þjóðar, þar sem sjálfur höfuðstaðurinn var ekki beisnari en svo, að dálítill bamaskóli, sem komið var upp i Reykjavík 1831, var lagður niður seytján árum síðar vegna fé- leysis. Ef það væri ekki Jón Sigurðsson, sem á þessum tímum var að tala við íslendinga um að „sigra allar hindranir með afli auðs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.