Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 23

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 23
FÉLAGSBRÉF 19 inn, en að innan völundarhús af lágum, þröngum og dimmum göngum, herbergiskytrurnar óhreinar, loftlausar, fullar af harðfisk- lykt og annarri óþefjan, húsbúnaður að því skapi lélegur, engin tæki til upphitunar o.s.frv. En síðan heldur hann áfram: „Sumir kynnu nú að segja, að þessi sóðalegi aðbúnaðar sé, þegar á allt er litið, ekki verri en hjá kotbændum á írlandi eða í Hálöndum Skotlands og ekki út af eins argvítugur og daglega ber fyrir augu í vesölustu hverfunum í Liverpool. Meir en svo. En í Liverpool er fáfræði og niðurlægingardoði fólksins sjálfs og eymdarkjör þess hvað eftir öðru. En á íslandi er andstæðan milli mannsins og hússins, þar sem hann á heima, svo algjör sem orðið getur og kollvarpar dásamlega öllum hugmyndum vor Englendinga um það, sem hæfilegt sé. . .. ísjenzki bóndinn lítur á sig sem fullkominn jafningja þinn, kemur þannig fram og er það í raun og veru. Þótt hann sé dálítið óheflað- ur í sumum háttum sínum, hagar hann sér frjálsmannlega og af óbrotinni hæversku, sem er honum alveg eðlileg og engum getur til hugar komið að misskilja sem undirlægjuhátt." Bryce talar um ættarvitund íslendinga, söguþekkingu, bókakost á fátækum bæjum og rnargt fleira. En allt miðar að því að skýra það, sem er sjálfur kjarninn í athugunum hans: andstœðuna milli mannsins og hússins, — þá menningu alþýðunnar, er lifði sem ódrepandi glóð undir fel- hellu fátæktar og frumstæðra lífskjara. En var ekki þetta alveg samsvarandi þeirri andstæðu, sem virt- ist vera milli drauma og vona slíkra manna sem Tómasar og Jóns Sigurðssonar annars vegar og á hinn bóginn þeirrar örbirgðar og efnalegs úrræðaleysis, sem við þeim blasti? Sú spenna milli hug- sjóna og veruleika, sem knúði fram viðreisnarbaráttu nítjándu ald- ar, var ekki einungis til í foringjunum, heldur í alþjóð sjálfri. Þessi alþýða hafði aldrei sokkið niður í sams konar andlegan sein efnalegan vesaldóm. Hún neitaði því, þvert ofan í öll líkindi, að láta baslið og fátæktina svínbeygja sig. Þetta fólk átti sannarlega skilið meira frelsi og mannsæmari kjör. Þetta fólk var hægt að vekja. Þetta fólk gat lært allt, líka tökin á efnalegum framförum. Jón Sigurðsson segir á einunr stað, að íslenzkir bændur séu „færir um að skilja og taka ástæðum betur en hinn eiginlegi al- múgi víðast annars staðar". „íslendingar okkar eru þó skynsamir menn,“ sagði Tómas. Allar ritgerðir Jóns í Nýjum félagsritum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.