Félagsbréf - 01.07.1962, Side 24
20
FÉLAGSBRÉF
sem voru þó ætlaðar til lestrar almenningi á íslandi, sýna trú
hans á þetta fólk, sem kynni að skilja ástæður, meta röksemdir,
og ekki þyrfti né sæmdi að æsa upp eins og múg með því að höfða
til lægri hvata þess og tilfinninga. Meira traust og kurteisi, meiri
virðingu hefur enginn stjórnmálaforingi sýnt því fólki, sem hann
var að laða til fylgis við málstað sinn. Það er líka eitt sérkenni
íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, að þar er allt frá upphafi hugsað um
sem rýmstan kosningarétt, jafnframt meira þjóðfrelsi. A Islandi
lá það í augum uppi, hver fjarstæða var að miða þann rétt við
álnir og aura.
VII.
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal segir í Dægradvöl með sínu
hispurslausa orðalagi: „Þá (það er um miðja nítjándu öld) voru
allir framfaramenn skoðaðir hér sem hálfvitlausir." Eg lief reynt
að benda á, að hugdjörfustu menn þessa tímabils hafi séð sumt
betur en aðrir samtíðarmenn þeirra sáu. En samt var sízt að undra,
þótt mörgum heilvita mönnum ofbyði, hversu hátt þeir stefndu
og stórt þá dreymdi. Furðulegast er í rauninni, að brattgengustu
mönnunum skyldi alltaf á endanum verða bezt til fylgis meðal
bænda og búaliðs.
Einu sinni heyrði ég íslenzkan stjórnmálamann segja við er-
lendan ráðherra, sem þótti hann vera nokkuð óbilgjarn: „Það er
nú svona fyrir okkur íslendingum. Við getum ekki að því gert,
að okkur finnst við alltaf vera stórveldi!“ Mér er þetta minnis-
stætt af einni ástæðu. Þessi ágæti landi minn sagði það brosandi,
eins og hvert annað gamansamt öfugmæli. En um leið fann ég
greinilega, að einmitt svona hugsaði hann sjálfur í lijarta sínu,
hvað sem heilinn möglaði.
Það má kalla þetta nærsýni, þröngsýni, vanmetakennd á villu-
stigum, heimsku og öðrum illum nöfnum. Líka má leita að ein-
stöku öðrum sálfræðilegum skýringum. Okkur finnst við ósjálf-
rátt stærri, af því að við byggjum þetta víða og tignarlega land. Við
erum miklu fleiri en við sýnumst, af því að lifandi svipir þúsund
ára sögu byggja landið með okkur. Víkingarnir, sem kusu sér og
námu hér bólstaði, voru sambornir bræður þeirra manna, sem unnu
Normandí, síðan Bretland, meitluðu loks svip sinn í ásýnd heims-