Félagsbréf - 01.07.1962, Page 28

Félagsbréf - 01.07.1962, Page 28
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN: ÞAU SEM LANDIÐ ERFA i. íslendingum, sem fæddir eru á ár- unum 1885—1899 fækkar nú óðum. Þeir, sem lesa hinar mörgu minningar- greinar í dagblöðum og vikublöðum, munu hafa tekið eftir því, að mikill meiri hluti þeirra, sem þar er mælt eftir, er fólk, sem fætt er á síðustu 15 árum 19. aldarinnar. Með tiltölulega fáum undantekningum er þetta síðasta fólkið, sem þekkir íslenzka sveitamenn- ingu — eins og hún hafði haldizt lítt breytt um aldir, en þó á síðari helm- ingi síðustu aldar nokkuð aukin að fjölbreytni og gædd auknu lífsmagni fyrir tilstilli áhuga- og áhrifamanna á vettvangi atvinnumála, viðskiptamála, hedbrigðismála, trúmála, uppeldismála og bókmennta. — Einmitt á bernsku- og unglingsárum þessa fólks urðu rót- tækar breytingar á atvinnuháttum ís- lendinga. Skútuöldin svokallaða átti þá sitt blómaskeið, og þá hófst og blómg- aðist útgerð vélbáta og togara, og þessi þróun atvinnulífsins hafði það í för með sér, að þrátt fyrir sífellt örari mannfjölgun fluttist þungamiðja þjóð- félagsins meira og meira úr sveitunum í kaupstaði og sjávarþorp — og það gerðist, sem ef til vill mestu munaði um menningarlega aðstöðu, að fólkinu í sveitunum fækkaði hlutfallslega mun meira en býlunum, — heimilin urðu sem sé stórum fámennari. íslendingar voru tdtölulega fljótir að átta sig á því, þegar skriður var kom- inn á þessa þróun og viðfangsefnin á sviði þjóðlífsins voru óðum að verða fjölþættari en áður, að ekki mundu einhlítir hmir gömlu hættir um fræðslu barna og unglinga. Áður en alda mann- flutninganna úr sveitunum varð veru- lega háreist — og á frumstigi hinna áhrifamestu breytinga á atvinnuhátt- um við sjávarsíðuna — var í lög leidd almenn skólaskylda harna. Hins vegar hefur ráðamönnum íslenzkra fræðslu- og menningarmála auðsjáanlega ekki verið það ljóst allt til þessa, að skólar eru ekki einhlítir til fræðslu og menn- ingarauka, sízt ef þeir eru jafnlítt sniðmr með tilliti til örvunar sjálf- stæðri fræðslu- og menningarviðleitni harna og unglinga og raun ber enn vitni hér á landi. Um mótun barn- anna í heimahúsum ræður mjög miklu, hvort þau lesa nokkuð auk námsbók- anna — og hvaS þau lesa, svo sem

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.