Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 28

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 28
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN: ÞAU SEM LANDIÐ ERFA i. íslendingum, sem fæddir eru á ár- unum 1885—1899 fækkar nú óðum. Þeir, sem lesa hinar mörgu minningar- greinar í dagblöðum og vikublöðum, munu hafa tekið eftir því, að mikill meiri hluti þeirra, sem þar er mælt eftir, er fólk, sem fætt er á síðustu 15 árum 19. aldarinnar. Með tiltölulega fáum undantekningum er þetta síðasta fólkið, sem þekkir íslenzka sveitamenn- ingu — eins og hún hafði haldizt lítt breytt um aldir, en þó á síðari helm- ingi síðustu aldar nokkuð aukin að fjölbreytni og gædd auknu lífsmagni fyrir tilstilli áhuga- og áhrifamanna á vettvangi atvinnumála, viðskiptamála, hedbrigðismála, trúmála, uppeldismála og bókmennta. — Einmitt á bernsku- og unglingsárum þessa fólks urðu rót- tækar breytingar á atvinnuháttum ís- lendinga. Skútuöldin svokallaða átti þá sitt blómaskeið, og þá hófst og blómg- aðist útgerð vélbáta og togara, og þessi þróun atvinnulífsins hafði það í för með sér, að þrátt fyrir sífellt örari mannfjölgun fluttist þungamiðja þjóð- félagsins meira og meira úr sveitunum í kaupstaði og sjávarþorp — og það gerðist, sem ef til vill mestu munaði um menningarlega aðstöðu, að fólkinu í sveitunum fækkaði hlutfallslega mun meira en býlunum, — heimilin urðu sem sé stórum fámennari. íslendingar voru tdtölulega fljótir að átta sig á því, þegar skriður var kom- inn á þessa þróun og viðfangsefnin á sviði þjóðlífsins voru óðum að verða fjölþættari en áður, að ekki mundu einhlítir hmir gömlu hættir um fræðslu barna og unglinga. Áður en alda mann- flutninganna úr sveitunum varð veru- lega háreist — og á frumstigi hinna áhrifamestu breytinga á atvinnuhátt- um við sjávarsíðuna — var í lög leidd almenn skólaskylda harna. Hins vegar hefur ráðamönnum íslenzkra fræðslu- og menningarmála auðsjáanlega ekki verið það ljóst allt til þessa, að skólar eru ekki einhlítir til fræðslu og menn- ingarauka, sízt ef þeir eru jafnlítt sniðmr með tilliti til örvunar sjálf- stæðri fræðslu- og menningarviðleitni harna og unglinga og raun ber enn vitni hér á landi. Um mótun barn- anna í heimahúsum ræður mjög miklu, hvort þau lesa nokkuð auk námsbók- anna — og hvaS þau lesa, svo sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.