Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 29

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 29
FÉLAGSBRÉF 25 það sker úr um þekkmgu og þroska manna á fullorðinsárunum — og það ekki aðeins um huglæg viðfangsefni, heldur líka hagræn og tæknileg, hvort þeir að loknu skólanámi halda áfram að afla sér fræðslu og fylgjast með á vettvangi skáldskapar og lista. Um mikilvægi þess, hvort börn lesa eitthvað um fram lögskylt efni og hvers konar rit þau lesa — og sama á auð- vitað við um unglinga á gelgjuskeiði — vil ég hér skírskota til eins hins afdráttarlausasta vitnisburðar, sem ég hef séð, en hann er að finna á blaðsíðu 11 í sjálfsævisögu dr. Hannesar Þor- steinssonar. Þar segir hann svo, þá er hann liefur skýrt frá því, að hann hafi 10—-12 ára fengið lánað á efsta bæ í sveit sinm, Hólum í Biskupstungum, 11. bindi Lærdómslistafélagsritanna með prestatali Hannesar biskups Finns- sonar yfir Skálholtsbiskupsdæmi: „Man ég það, að ég hljóp sem fæt- ur toguðu heimleiðis með bókina í barminum, og er heim kom fékkst ég ekki til að borða (hef víst heldur ekki verið svangur), heldur fór í smíðahús föður míns til að vera ótruflaður, stóð þar við hefilbekkinn langa lengi í hörkukulda, því að þetta var um vet- ur, og þuldi og þuldi prestalistann í ])ókinni, en fólkið varð alveg hissa, hvernig á þessu hátterni mínu stæði, og skildi ekkert í því. Hafði ég bók þessa alllengi undir höndum og lærði held ég prestaraðirnar allar utanað með ártölum öllum, og hef ég lítt gleymt því síðan. Ég get þessa atviks af því, að þetta voru hin fyrstu kvnni, er ég hafði af mannfræði (personal- historie) á prenti, og mér er nær að ætla, að þetta 11. hindi Lærdómslistafé- lagsritanna hafi vakið hjá mér þann á- huga á þessum fræðum, sem ég hef lagt mesta stund á alla ævi mína síðan og verið hafa mér hjartfólgnust. En svo hef ég einnig hugsað mér, að hefði ég í þess stað fengið einhverja aðra bók, t.d. orðabók eða málfræði, reiknings- bók o.s.frv., þá hefði nám mitt einmitt hneigzt í þá átt. Ég þykist sannfærður um og hef enda veitt því eftirtekt, að það skiptir afarmiklu, hvers konar bækur komast jyrst í hendur námfúsum ungl- ingi. Hugurinn er þá svo opinn fyrir áhrifum, og unglingurinn drekkur í sig, eins og þyrstur maður, þann fróðleik, sem hann á fyrst kost á að kynnast, því að „smekkurinn, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ 2. Börn og unglingar í sveitum landsins á síðasta áratugi 19. aldar og þeim fyrsta á þessari öld, áttu ekki völ á ýkja fjölbreyttu lesefni og langflest engu, sem sérstaklega væri þeim ætlað. En svo sem þorra lesenda minna er kunnugt, ef ekki af eigin raun, þá af lestri eða munnlegum frásögnum, var tíðkað í sveitinni í þann tíð að kveða rímur eða lesa sögur á kvöldvökum, og annað veifið var gert hlé á kveð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.