Félagsbréf - 01.07.1962, Page 31
FÉLAGSBRÉF
27
aðarritum Dýravinurinn og Nýjar
kvöldvökur. Og loks nefna nokkrir til
af þeim fáu bókum, sem ætlaðar voru
börnum, Smásögur Péturs biskups,
Hróa hött, ævintýri Andersens, Gúlliver
í Putalandi og Róbinson Krúsó, allir
þekkja Bernsku Sigurbjarnar Sveins-
sonar. ... Þetta verður engan veginn
talið óheppilegt val lestrarefnis handa
börnum og unglingum, þótt málfarið
sé raunar miður vandað á hinum þýddu
sögum, sem Jóhann Jóhannesson gaf
út. Auk hins heillandi og framandlega
ævintýrablæs á sögum Vernes og Hagg-
ards, lipurrar frásagnar og mikils
ímyndunarafls hafa þær þann kost, að
yfir þeim er hressilegur andi mann-
dóms og framaþrár — og þær ýta undir
ungan lesanda um að afla sér fróðleiks
um umheiminn og undur mannlegrar
hugvitssemi.
3.
Þeirri oftast óbeinu, en mjög áhrifa-
ríku menningarlegu handleiðslu, sem
börnin nutu mjög víða í sveitum lands-
ins og á þeim heimilum við sjávarsíð-
una, sem höfðu aðstöðu til svipaðra
menningarhátta, er nú ekki lengur til
að dreifa. Þá er og þorri íslenzkra
harna nútímans ekki í neitt svipuðum
tengslum við atvinnulíf og lífsharáttu
þjóðarinnar og hörnin voru yfirleitt
fvrir hálfri öld, og með ári hverju
fjölgar þeim hörnum og unglingum,
sem fara á mis við hin ótrúlega ríku
og frjóu uppeldisáhrif, sem náin kynni
af náttúru landsins, gróðrarríki þess,
af lífi villtra fugla og af íslenzkum hús-
dýrum, veittu áður miklum meirihluta
hinnar uppvaxandi kynslóðar. — í
bæjum og þorpum njóta börnin ekki
heldur þess samneytis við fullorðið
fólk, sem áður hafði veigamikið gildi
fyrir mótun barnanna hér áður á árum.
Hjúum er þar ekki til að dreifa, og
afar og ömmur eru nú yfirleitt ekki
„í horninu“ hjá börnum og tengda-
hörnum, heldur húa út af fyrir sig í
eigin íbúðum, stundum mjög einmana,
eða eru á elliheimilum. Áður en skóla-
ganga barnanna hefst, læra þau nú
málið einkum af eldn systkinum og
leikfélögum, og ég hef aftur og aftur
tekið eftir því, að foreldrarnir hirða
lítt um að leiðrétta málfar barna — og
um greinarmun góðs og ills gildir nú
aðallega boð og bann — þú átt og þú
mátt ekki — og þá aðallega frá hendi
móðurinnar, en ekki lengur fortölur
aldraðs vinar eða afa og ömmu, studd-
ar sögulegum dæmum úr ævintýrum
og sögum eða úr lífi sögumannsins
sjálfs.
Þegar svo litið er til þeirrar stað-
reyndar, sem Hannes Þorsteinsson tel-
ur afdráttarlausa og fram kemur í
þeim orðum hans, sem ég hef kynnt
lesendum þessarar greinar, og raunar
ætti að vera auðskilin, mætti það vera
öllum ljóst, hversu mikið er undir því
komið, að börnin lesi eitthvað fleira
en kennslubækurnar, sem þau verða
því miður flest leið á og telja hálf-