Félagsbréf - 01.07.1962, Page 36
32
FÉLAGSBRÉF
hendur gersamlega tómar,'en brennandi þrá eftir menntun og knýjandi
köllun í brjósti. En það varð lítið úr skólagöngu; fátæktin var alls staðar
ójdirstíganlegur þröskuldur. Kristmann hefur sjálfur lýst þessu átakanlega,
en af fullkomnu raunsæi í fyrsta bindi ævisögu sinnar. Hann segir svo:
„Á íslandi var enn morgunn tímans. Þar bafði lítið gerzt í 900 ár. Við
sváfum. En það var enginn Þyrnirósublundur, heldur martröð hinnar ömur-
legustu örbirgðar, sem nokkur siðuð þjóð hefur átt við að búa. Nú var
hún að vísu tekin að rumska. Fátæktin var óskapleg. Er ég man fyrst
eftir mér, hafði þjóð mín ekki safnað meiri fjársjóðum á jörðu, en nema
myndi eignum eins eða tveggja þeirra íslendinga, sem nú eru fjáðastir.
Peningar voru nálega engir manna á meðal og flest fólk var klæðlítið.
Sultur var næsta algengur og mestöll þjóðin þjáðist af efnaskorti.“
Þér haldið, ef til vill, að þessi lýsing sé ýkjur einar og firrur. Hún er
það ekki. Hún er dagsönn. Ég þekki þessa veröld, af því að ég er fæddur
inn í hana, þekki allan kulda hennar, tillitsleysi og borginmannlega vesöld.
Ég hef séð tugi af jafnöldrum mínum standa andspænis henni með stóra
drauma, brennandi framaþrár, ótvíræða hæfileika, og bogna fyrir henni,
gefast upp, sætta sig við lífskjör, sem voru gersamlega ósamboðin hæfi-
leikum þeirra, brotna í kurl í niðurlægjandi áþján, eða koðna í búra-
legri sjálfsánægju, en bera þó í launklefa hugans sviðann af glötuðum
mar.ndómsdraumi til endadægurs. En Kristmann Guðmundsson var af ann-
arri gerð. Hann átti að vísu í sér þokuna rauðu. En hann átti líka í sér
logann hvíta. Hann var skáld — og ævintýrið í lífi hans byrjar í alvöru,
þegar hann fer að koma skálddraumi sínum í framkvæmd. — Mennta-
skólinn er honum að vísu lokaður sakir fátæktar, en Kristmann er þúsund-
þjalasmiður, hefur ofan af fyrir sér með hinum margvíslegustu störfum, les
óhemju, lærir á eigili spýtur, kynnist fólki, kynnist lífshögum manna,
kynnist skorti, kynnist ástinni, verður veikur, fer á Vífilstaði — kynnist
hinu sérkennilega baráttulífi fólksins í þessari nýlendu dauðans og ólg-
andi lífsvona, les, yrkir og gefur út ljóðabók, — en fær að finna það
átakanlega, að hann er maður, sem herst um þegnrétt og inngöngu utan
lokaðra dyra. Sár, en óbugaður, ákveður hann að fara til Noregs vorið 1924,
nema, vinna, og verða rithöfundur á norska tungu. Og fer — vitanlega alls-
laus — hann á einungis fötin, sem hann stendur í, og svo sem fyrir einni
máltíð þegar hann stígur á strönd þess lands, sem á að verða orrustuvöllur
hans og önnur fóstra. Hvað var þetta eiginlega? Feigðarflan? Eða mont
og yfirlæti unglings, sem hafði nóga krafta til að róa á sjó, jafnvel