Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 40
Um skáldsöguna Sumarauka
og höfund liennar
Eins og um getur á bls. 2 í þessu
riti verður júlíbók AB ný skáld-
saga, Sumarauki, eftir Stefán Júlíus-
son. Félagsmönnum AB til hagræSis
og fróðleiks birtum vér hér örstutt
æviágrip höfundarins, svar hans viS
spurningu vorri um söguna og loks
upphaf hennar.
Stefán Júlíusson er fæddur 25. sept-
ember 1915, Hafnfirðingur að ætt og
uppruna. Hann lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborg og kennaraprófi tvítug-
ur að aldri. Siðan hóf hann kennslu-
störf í Hafnarfirði, en hefur tvívegis
gert þar hlé á vegna námsdvala er-
lendis. Hann tók BA próf í ensku og
bókmenntum í Bandaríkjunum 1943.
Stefán Júliusson hefur ferðazt mikið
bæði um Evrópu og Ameríku og nokkr-
um sinnum dvalizt sumarlangt í Eng- Stetán Júlíusson.
landi. Hann er nú yfirkennari við
Flensborgarskóla.
Ritstörf hóf Stefán Júlíusson, þegar hann var i Kennaraskólanum, og varð fyrst
kunnur sem höfundur barnabóka. Ritaði hann alls sjö barnabækur. Fyrsta skáldsaga
hans, Leifiin lá til vesturheims, kom út 1950 undir dulnefninu Sveinn Auðunn Sveins-
son. Árið 1952 gaf hann út smásagnasafn, Vitifi þér enn —?, undir sama höfundar-
nafni, 1957 skáldsöguna Kaupang, og notaði hann þá sitt rétta nafn. Árið 1960 kom
svo út skáldsagan Sólarhringur, sem hann hafði áður lesið í útvarp. Hann hlaut verð-
laun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1960.
Stefán Júlíusson hefur sinnt mjög félagsmálum rithöfunda síðustu árin, m.a. verið
formaður Rithöfundasamhands fslands og er nú varaformaður þess.
Hann er kvæntur Huldu Sigurðardóttur.