Félagsbréf - 01.07.1962, Side 53
FÉLAGSBRÉF
49
vissir um, að fígúratífa listin sé búin aS
renna sitt skeið. Svo er t.d. um Þor-
vald Skúlason, sem hefur gefið það í
skyn í samlölum, að abstraktlistin sé
það eina, sem blífi, og sagt, aS liann
muni aldrei framar mála fígúratíft. —
Fáir liafa samt komizt eins langt í
fígúratífu formi og einmitt Þorvaldur,
og það hefur verið um merkilega þró-
un að ræða hjá lionum. Ég held ein-
mitt. að hann hafi komizt svona langt
sem abstraktmálari, vegna þess að
hann hafði svo góða undirstöðu. Og
sú uudirstaða var fígúratífa formið. í
rauuinni er Þorvaldur að mínu áliti
ungum málurum til fyrirmyndar.
Ég minntist á mikilvægi teikningar-
innar fyrir þajin, sem ætlar að leggja
fyrir sig myndlist. Einar sagði:
— Ahstraktmálari þarf að leggja á
sig stranga teikmþjálfun. Þeir, sem
byrja að mála fígúratíft, komast í svo
náin kynni við náttúruna. Það er þessi
dýpt og kraftur, sem hún gefur mann-
inum, menn verða sjálfstæðir, persónu-
leiki þeirra þróast smám saman, ný-
sköpun út frá náttúrunni á sér stað
yfir í lnð abstrakta. Það er mikil hætta
á ferðum ef ungir menn byrja á fram-
leiðslu skreytilistar. Það er ekki nóg að
setja saman fallega liti, það verður að
vera eitthvað meira.
— Ég hef frétt, að ungir menn og
jafnvel eldri málarar, sem fengizt hafa
við að mála abstrakt í París, séu nú
farnir að mála fígúratíft.
—i Það getur stundum verið hvíld
Einar Baldvinsson.
fyrir abstrakt málara að snúa sér að
hinu fígúratífa, kannski kemur eitt-
hvað nýtt út úr því. Annars er ekki hægt
að neita því, að París er höfuðborg
listanna, en þar skiptir mjög í tvö
liorn, bæði um lélega hluti og góða.
— Þú varst í París?
— Ég var þar í nokkrar vikur 1948
og mánaðartíma 1956. Einnig fórum
við Vcturliði Gunnarsson saman til
Feneyja, sáum Biennalinn, alþjóðlega
sýningu.
— Hvað hreif þig mest í París?
— Það var lítið um stórsýningar.
Ein sýning var auglýst heljarmikið,
m.a. með plagati eftir sjálfan Picasso.
Hann átti þar tvær myndir, hitt var
eintómt rusl. Ákaflega merkileg yfir-