Félagsbréf - 01.07.1962, Page 54
50
F É L A G S B R É F
litssýning stóð yfir á vcrkum Léger í
Loúvre. Hann var sterkur persónuleiki,
ég minnist sérstaklega þessara vélrænu
mynda, ef svo má að orði komast.
— En Módernistasafnið?
— Þar voru fáar myndir eftir hvern,
fimm lil sex myndir eftir jjessa stóru
málara: Matisse, Picasso, Cézanne. Eg
held, að abstraktlistin hafi náð liæst
hjá Kandinsky og Mondrian. Herbin er
ákallega fínn málari. Ég er líka hrifinn
af Klee, það er maður, sem einmitt
var í mjög nánum tengslum við náttúr-
una. Hann hefur nálgazt hið abstrakta
í mörgum myndum, svo að nærri má
telja hann til brautryðjendanna. Ég
minnist Magnelli, Manessier, Vasarely
og Deyrolle, sérstaklega Soulage. Ég
sá fallega sýningu með Bissiere í París.
Eg var mjög hrifinn af Juan Gris,
Picasso og Braque.
Einar talar um Cézanne:
— Cézanne er hinn mikli brautryðj-
andi. Ef maður ber seinustu myndir
hans saman við samtímamálara eins og
Degas, Pissaro og fleiri, þá sker hann
sig úr. Það má nú segja, að Van Gogh
og Gauguin hafi skorið sig úr, en ein-
hvern veginn finnst mér speglast í sein-
uslu myndum Cézanne jjetta kúbiska
form, sem varð lil á eftir. Það er um
merkilega jjróun að ræða hjá Cézanne.
Ef fyrstu myndir hans eru bornar
saman við jiær síðustu finnst manni,
J