Félagsbréf - 01.07.1962, Side 56

Félagsbréf - 01.07.1962, Side 56
52 FÉLAGSBRÉF um var Þorvaldur Skúlason kennari minn. Ég held það hafi verið einhver bezta skólun, sem ég hef fengið. Kurt Zier kenndi teikningu. Loks fór ég á Kunstakademíið í Kaupmannahöfn haustið 1946. — Hvað viltu segja þaðan? — Ég var fyrst hjá Lundström, ein- hverjum bezta málara Dana þá. Aðal- lega lærði ég teikningu hjá honum. Svo var ég hjá Iversen í tvo vetur. Ég var alls fjóra vetur við Akademíið. Það var fjöldinn allur af íslendingum við myndlistarnám í Höfn á þessu tímabili. Þegar ég kom heim frá Kaupmanna- höfn var ég í vandræðum með vinnu- pláss. Ég fór að vinna á eyrinni, það var eftir mikið verkfall. Ég vann þar í fjögur ár samfleytt, bar svona við að mála. Eftir eyrarvinnuna fór ég til Parísar og Ítalíu eins og fyrr segir. Þegar ég kom heim þaðan tók ég að ( mála fyrir alvöru. Ég hafði komið mér upp íbúðarskúr inni í Laugarnesi, smíðaði hann sjálfur úr kössum og fékk gamalt járnarusl hjá kunningja mínum. Ég var tæplega ár að smíða skúrinn og í honum hef ég búið síðan.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.