Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 28
blöðum, t.a.m. Það er svo margt, ef að er gáð — Þú stóðst á tindi ■—- Þið þekkið fold með blíðri brá — Nú er vetur úr bæ — Allt þetta lærðum við ósjálfrátt og það var alis staðar sungið. Jónas var skoðaður sem óviðjafnanlegt skáld.“ Þegar Benedikt Gröndal kom til Kaupmannahafnar, fengu þeir Konráð og Brynjólfur hann til að skrifa upp kvæði Jónasar undir prent- un, og fyrstu kvæði Gröndals birtust í síðasta árgangi Fjölnis. „Og hef jeg sjálfsagt verið undir áhrifum Jónasar eða þeim kvæðum hans, sem eru þýdd eða líkt eftir Heine.“ Konráð Gíslason og Brynjólfur Pét- ursson tóku sér fyrir hendur að gefa út ljóðmæli Jónasar að honum látnum. Bókmenntafélagið keypti síðan af þeim útgáfuna, enda þótt embættismenn- irnir í Reykjavíkurdeildinni væru á móti því. Nokkur hluti upplagsins brann, svo að fyrsta útgáfan er nú orðin mjög sjaldgæf bók, en með þess- ari útgáfu var ísinn brotinn. Áhrifa frá kvæðum og sögum Jónasar tók nú að gæta hjá hinum ungu skáldum, og það er ekki laust við öfund hjá Gísla Brynjólfssyni, þegar hann segir frá ^)ví í dagbók sinni, að hann hafi sýn't Konráði Gíslasyni kvæði eftir sig, og Konráð hafði álitið, „að „vonar- stjarna“ væri tekið einhversstaðar úr kvæðum Jónasar, rétt einsog hann hefði einkarétt til að taka úr Sólar- ljóðum etc. Samtíðamenn hans hér álíta öngan skáld nema hann, og það er náttúrlegt, því það er aðeins hjá en- um ungu, sem sá ungi má búast við hluttekningu.11 Matthías Jochumsson var um ferm- ingaraldur og smali á Kvennabrekku, þegar ljóðmæli Jónasar komu fyrst í hendur hans. Það var selráðskonan, fátæk ekkja, Guðný Gísladóttir, sem lánaði honum bókina, meðan hún var að mjólka ærnar, og þar lærði Matt- hías kvæðið Fjallið Skjaldbreið á einni klukkustund á kvíaveggnum. Þar urðu fyrstu kynni þessara tveggja völunda íslenzkrar tungu, annars lífs, hins liðins. Gestur Pálsson komst svo að orði í fyrirlestri sínum um „Nýja skáldskap- inn“: „Samtíma Jónasi Hallgrímssyni var enginn maður uppi í öllum heimi, sem hefur haft jafn mikil og jafn iang- vinn áhrif á skáldskap þjóðar sinnar og hann,“ — og síðan bætir hann við og segir: „Mestur hlutinn af allri ís- lenzkri lýrík allt fram á þennan dag, stendur svo að segja á öxlunum á Jón- asi Hallgrímssyni.“ Hér er vissulega sterkt til orða tekið, en engu að síður munu þessi ummæli ekki sönnu fjarri, á þeim tíma, sem þau voru töluð. Þeg- ar Gestur hélt þennan fyrirlestur, voru fjórir áratugir liðnir frá andláti Jón- asar, ljóðmælin höfðu verið í höndum ])jóðarinnar tveim árum skemur. Sjálf- ur var hann horfinn af sjónarsviðinu, svo að hann skyggði ekki lengur á kvæðin, og misræmið milli lífs og ljóða lá ekki lengur eins og nakið sverð milli þeirra og lesandans. Gestur Pálsson var fylgjandi raun- sæisstefnunni í bókmenntum, en þrátt fyrir það er dómur hans um kveð- skap Jónasar, hins rómantíska skálds, furðu laus við alla hlutdrægni. Sjálf- sagt veldur hér nokkru um, að skáld- skapur Jónasar stóð að sumu leyti nær 24 FliLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.