Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 33

Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 33
the Dead’s Town, sem á undanförnum árum hefur verið þýdd og gefin út um allar jarðir. Tutuola skrifar mjög per- sónulegt afbrigði af ensku og í sögu hans verða ekki merkt vestræn áhrif; hann byggir á afrískri þjóðtrú og þjóðsögum, frásögn hans virðist barns- leg og frumstæð og í senn formuð af djúprættum listrænum klókindum. — Sagan segir af ungum manni sem erfir 560.000 pálmatré og er ekki heldur til annars fallinn en drekka pálmavín, innbyrðir nokkur hundruð tunnur á dag. Nú hendir það ólán að víntappari hans dettur niður úr tré og hálsbrotnar. Þá leggur ungi maðurinn af stað að leita hans í þorpi hinna dauðu og rat- ar á því ferðalagi í furðulegustu ævin- týr sem hér skulu ekki rakin, — en allt fer vel að lokum að sið þjóðsög- unnar. Tutuola skeytir ekki um list- rænar frásagnarreglur að evrópskum hætti eða ytri rökvísi; frásögn hans hefur frumstæðan þokka þjóðsögunnar og ber ríkan keim af munnlegri fram- setningu, en hann hefur þjóðsagnaefn- ið fullkomlega á valdi sínu, sveigir það undir hinn opna, glaða og barns- lega lífsskilning sem ríkir í öllu verk- inu. Táknbygging verksins virðist í senn einföld og margræð: hungur, angist koma mjög við sögu, en einnig heit frumstæð lífsgleði, trú á mátt sinn og megin, allt framsett af þróttmiklu, ævintýralegu ímyndunarafli. Ævintýrið sem hér fer á eftir er að vísu miklu einfaldara að allri gerð en skáldsagan, en birt sem lítið sýnis- horn af list Tutuola. Þess er vert að geta að ekki hefur verið reynt að um- skrifa stíl Tutuola á íslenzku, en hann skeytir lítt um málfræðireglur eða venjubundna orða- og setningaskipan. Hins vegar hefur verið reynt að fá sögunni einfaldan, barnslegan búning á íslenzku í nokkurri líkingu við stíl- svip frumtextans. Ó. J. FÉLAGSBRÉF 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.