Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 63

Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 63
Erlendar bœkur Hér eru a'ð þessu sinni taldar nokkrar nýlegar danskar og sænskar bækur. Skráin er einkum byggð á umsögnum tímarita, aug- lýsingum o.s.frv. Albert Dam: Syv skildcricr (Gyldendal, 19.75 dkr) Höfundurinn er nú á níræSis- aldri; hann gaf út fyrstu bók sína í byrjun aldarinnar og hefur síSan birt bók og bók, stundum með allt aS 20 ára fresti. Sum beztu verk Dams eru talin meS beztu verkum í danskri sagnagerð á öldinni. Svo er um þessa bók, en fyrir hana hlaut höfundur verðlaun danskra gagnrýnenda og heiðurs- verðlaun danskra rithöfunda í vetur. „Lýs- ingarnar“ sjö ná yfir allt skeið mannkynsins, bin fyrsta gerist á forsöguöld, hin siðasta í óraframtíð. Jens August Schade: Udvalgte Digtc (Gyldendal, 21.25 dkr) Þótt Jens August Schade hafi um dagana hneykslað marga og margvíslega er hann nú almennt viðurkennd- ur sem eitt helzta ljóðskáld Dana á þessari öld. Fyrstu, og margir segja ferskustu, ljóð hans birtust á þriðja tugi aldarinnar. En Schade hefur ort mjög mikið, auk þess sem hann hefur skrifað skáldsögur og leikrit, og eru verk hans talin mjög misjöfn aS gæðum. Schade yrkir um ástina í öllum tnyndum og um Kaupmannahöfn og þó eink- um um sjálfan sig. Hér er stórt úrval úr IjóSum hans og talið birta nokkuS rétta niynd af stöðu hans. Ulla Ryum: Spcjl (Arena, 15.75) Fyrsta verk ungrar danskrar skáldkonu, nýtízkuleg sálfræðileg skáldsaga. Nafn bókarinnar kemur til af byggingu hennar, þar sem tveir hlutar hennar „speglast" hvor í öðrum; ann- ar hlutinn er súrrealisk túlkun raunveru- lcgra atburða i hinum fyrri. Bókin hefur sætt umtali og gagnrýni, en þykir athyglis- verðasta hyrjandaverkið sem birtist í Dan- mörku í haust. Tom Kristensen: Mord i Pantomimteatret ellcr llarlekin Skelet (Gyldendal, 14.75 dkr) Tom Kristensen hefur lengi verið víðkunnur sem ljóSskáld og gagnrýnandi. Þrjátíu ár eru hins vegar liSin síðan hann birti síð- ustu skáldsögu sína. Hér bregður hann fvrir sig betri fætinum og skrifar „reyfara" sem gerist í Tívolí í Kaupmannahöfn. Jörgen Bukdahl: Spejling og realitct (Gyldendal, 28.75 dkr) Ritgerðasafn þar sem m.a. er fjallað um existenzíalisma, marxisma, nútima ljóðlist og myndlist, Rússland, Thomas Mann og Kierkegaard auk all- margra danskra rithöfnnda. Höfundur reynir aS gera sér grein fyrir e.k. nýjum húman- isma, hvernig „trúin á manninn" verði varð- veitt og endurnýjuð eftir öll hryðjuverk nú- tímans. Poul Reumert: Teatrcts Kunst (Gyldendal, 28.75 dkr) Endurminningar Poul Reumerts og hugleiSingar um leikhúslist. Bókin er gefin út vegna áttræðisafmælis Reumerts, mjög myndskreytt og vönduS að öllum frá- gangi. Ernst Bruun Olsen: Men Boghandleren kan ikkc sove (Gyldendal, 9.75 dkr) Bruun Olsen vann eins og kunnugt er frægan sigur með Teenagcrlove sem leikið var á Konung- FÉLAGSBRÉF 59

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.