Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 41

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 41
sögufólkið líf og lit. Undirstraumur sögunnar er þrunginn djúpum trega, en gáskinn og kímnin leyna sér ekki. Sögusviðið, sveitin, lifir sínu lífi sem umgerð og jarðvegur þessa fólks og yf- ir öllu er hugljúfur blær og geðfelldur, tónninn upprunalegur og hreinn. Flestir rithöfundar smíða sér stíl úr einhverju efni og er það mikil íþrótt bókmenntafræðinga að sundurgreina síðan þann stíl og leysa upp í frum- parta, sýna fram á hvar höfundur hafi sótt til fanga, í hvaoa skóla hann hafi gengið. Stefán Jónsson skrifar mjög persónulegan og nánast sérstæð- an stíl, en þó hygg ég vefjist fyrir fræðimönnum að benda á þau miðin sem hann hefur sótt. Stíll höfundar virðist gerður af engu efni. Tungutak hans virðist við fyrstu sýn ærið hvers- dagslegt og jafnvel rislágt, hann seilist aldrei eftir orðum. Öll ræða hans virðist á þann veg sem hver al- þýðumaður mundi skrifa, ef hann væri settur niður til að skrifa skáldsögu. En sé betur að gáð og grannt hlust- að, þá kemur fljótlega í ljós að svona skrifar enginn nema langþjálfaður og gáfaður rithöfundur. Svo örfín eru tónbrigði stílsins, blær hans viðkvæm- ur og fíngerður, vefurinn næstum ósýnilegur. Hér er allt ósagt sem mestu máli skiptir og grunur lesandans segir meira en orð höfundar. Þannig er þessu einnig farið í samtölum fólksins þar sem Stefáni tekst best, talið snýst á ytra borði um hversdagslega, óskáld- lega hluti, sjálf sagan gerist að baki orðanna. Það er hjartslátturinn og andardrátturinn í sögunni sem við skynjum. Fábrotin, einföld orð geta orðið að tærum og djúpum skáldskap úr penna Stefáns þegar best lætur. Stefáni tekst vel að vekja það and- rúmsloft sem efninu hæfir, stemningin rofnar hvergi, smekkvísin bregst ekki. Hann skapar sögunni sérstaka veröld og þó er þessi veröld í órofa tengslum við þá veröld sem við lifum í, líf sögufólksins í tengslum við hið lif- andi líf. Hér er engin tilraun gerð til að blekkja eða draga hulu yfir útsýnið. Yfir allri fyrstu bókinni hvílir mild- ur og karlmannlegur saknaðarblær, höfundur er hér að lýsa veröld sem var og verður aldrei framar. Hann er að lýsa horfnum heimi fortíðarinnar, týndum dal bernskunnar, kveðja það líf sem eitt sinn var lifað í sveitum íslands og verður aldrei slíkt. Frásögnin er lygn og dreymin á ytra borði, atvikin ekki önnur en þau sem gerast á afskekktum bæ í íslenzkri sveit, hversdagsleg atvik og fábrotið líf við fyrstu sýn. En höfundi verður rík saga úr litlu efni: dagdraumar drengs og fyrsta skáldskaparfálm, litl- ar stúlkur sendar með bréf á næsta bæ, fyrstu kynni barna af feimnismálum, gömul kona fær póstkort að sunnan, presturinn kemur í húsvitjun, lítill grammófónn í gamla þinghúsinu, Mundi á Vatni kaupir sér bíl, strákur og stelpa uppgötva hvort annað í hest- húsi prestsins, óhófleg sælgætiskaup á sveitaballi, móðirin situr við orgelið og talar við son sinn um fyrstu ástina „sem kannski er yndislegust alls þótt hún sé hverful“, gömul kona talar um skáldið sitt, þannig þokast sagan áfram undir lygnu yfirborði. Smám- saman þyngist straumurinn, höfundur FÉLAGSBRÉF 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.