Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 24
á veiðiferðunum? Slíkar myndir, særð- ar eða með sárindatáknum, þekkjast á nokkrum stöðum. Hins vegar verður ekki sagt, að þær móti alla listhefðina, þær eru fáar, eru undantekning. Er veiðigaldursskýring í þessum anda því veik. Sterkasta rót listar er án efa frumstæð gleði. Þörfin til að draga upp myndir, mála, rista, hvelfa, skera út, átti áreiðanlega höfuðþátt í tilurð verkanna, sem við höfum nú litið nokk- uð yfir. Annað liggur og tæpast mjög til grundvallar hinni fögru skreytingu á áhöldum Madeleine manna, hún hef- ur verið til augnayndis, en nú erum við reyndar stödd við síðari hring- sveipinn, ekki á upphafsreitnum. En lítum á viðfangsefnin. Merki og svo óhlutlægt skraut áhalda eru mikill þáttur, en segja má, að dýrin njóti sí- fellt dálætis og á öllum skeiðum. Eng- inn vafi er og á því, að menn síðustu ísa.ldar hafa þekkt mjög náið fjölda dýra, einkum spendýr, þeir veiddu þau svo mjög. Þeir hafa verið börn hinna víðlendu freðmýra, moldblástursauðna, lyngmóa og harðgerra skóga, og séð jökul og fell. Einkennilegt er, hve auga þeirra er næmt fyrir hinu við- mótsþýða hjá dýrum. Þó var dýra- heimurinn á margri áttinni. Þeir þekktu skæð rándýr. Þeir gerðu mynd- ir af þeim. Auðséð þykir hins vegar, að bráðin sé hér aðalviðfangsefnið, það, sem alltaf þurfti að elta uppi, hæfa, fella í gildru, draga heim og matreiða. Var það mest vísundur og hreindýr. Þótt þetta sé augljóst, er ekki þörf á að fallast á, að eina ástæð- an fyrir dýramyndagerð, og í henni vali aðal veiðidýra, sé galdur og töfra- 20 FÉLAGSBRÉF trú. Fylgir ekki slíku illska og þverúð? Getur harka brotizt fram í mynd- rænni fegurð? Þessu eigum við bágt með að trúa. Snúum við á braut þank- ans. Segjum sem svo, að menn hafi viljað dýr feig, en séð, að þau urðu að njóta kynsældar. í slíkum hugsun- um getur myndgleði hafa dafnað. Held ég, að við förum ekki villu vegar ef við teljum hvorttveggja í senn vera mikinn aflvaka, sköpunarhneigð og svo skírskotun mannfélaganna, sem uppi voru á síðustu ísöld, til mátta, er myndu ráða viðgangi lífveranna, ljá litu góða, auka kynsæld og veita veiði. Lantier kveður nú hinar ham- sveiptu verur í bergmyndunum vera goðverur. Þegar aftur fór að mildast loftslag á slóðum hreinaveiðaranna og jökull bráðnaði, breiddust skógar yfir túndr- ur og sléttur, mammútfíllinn var nú aldauður, en hreinninn flutti sig norðar. Menn urðu að breyta um veiðiferðir, því að nú fluttust að þeim önnur dýr. Hefst nú miðsteinöldin. Einkennist hún m.a. af dýraveiðum með boga. TJrðu eftir þetta framfarir í tækni, en hin mikla, marghliða og auðuga menning síðustu ísaldar dó út. Á miðsteinöld er nokkur myndlist í Evrópu, að því er virðist, og hún merkileg, ef það er rétt, að berglistin á Austur-Spáni, sem lík- ist ofangreindri hefð, en einkennist af einlitum sérgildingarflesjum, sé frá þessu tímabili. Um hana fjalla ég nú ekki. Takmörk ísaldarmenningarinnar. er ég hef nú talað um, og sem bar svo furðulega ávexti leikhæfni og tjáningar, eru all skýr. Hér hafa þau ekki verið ýkja fastlega dregin, hvorki almennt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.